Fjórða iðnbyltingin breytir baráttu verkalýðshreyfingar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. júlí 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. FBL/sigtryggur ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bindur miklar vonir við störf framtíðarnefndar og segir að félagið ætli að verða leiðandi þegar kemur að umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna. Þessi vinna muni skila sér í kröfugerðir félagsins en einnig vonast hann eftir breiðu samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og hins opinbera til að takast á við hið risastóra verkefni. Ragnar segir að umræðan um sjálfvirknivæðinguna haf i staðið yfir í félaginu um nokkurn tíma. Sjálfur hefur hann skoðað hátæknivöruhús í Finnlandi þar sem störfum hefur fækkað úr 1.500 niður í 750 vegna tilkomu róbóta. Að sama skapi hafi störfin breyst og ný hálaunastörf skapast. Hér á Íslandi er Innnes að reisa hátæknivöruhús við Sundahöfn að þessari fyrirmynd. „Okkar ætlun er að vera í forystuhlutverki. Til þess að geta haft áhrif þurfum við að taka þátt í þessari þróun í stað þess að ala á ótta við breytingar sem við höfum ekki stjórn á,“ segir Ragnar. Ragnar segir þetta vera stærsta málið sem verkalýðshreyfingin standi frammi fyrir og að barátta næstu ára muni taka mið af því.Sjá einnig: Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum „Við munum taka vinnu þessarar nefndar og koma henni á framfæri innan Alþýðusambandsins og opinbera geirans. Við þurfum líka að fá sem flesta að þessu því þetta snertir svo margar starfsgreinar. Verkalýðshreyfingin má ekki sitja eftir sem áhorfandi.“ Ef atvinnuleysi mun aukast verulega eins og svörtustu spár gefa til kynna, þá mun álagið á grunnþjónustuna vaxa í takti við það. Ragnar segir þess vegna mikilvægt að hið opinbera sé aðili að samtalinu. Nú þegar er til framtíðarnefnd ríkisstjórnarinnar en grunninn fyrir hið breiða samtal allra aðila skorti. „Ef atvinnuleysið verður svona mikið þá verður að fara að taka umræðuna um borgaralaun og hvernig við bregðumst við. Hugsanlega með því að skattleggja tækni,“ segir Ragnar. Ein af áskorununum er að endurmennta fjölda fólks og Ragnar segir að VR sé þegar byrjað á þeirri vinnu. „Síðasta vor komum við á fót fagháskólanámi í verslunarstjórnun og verslun með breytingar á til dæmis dagvörumarkaði í huga,“ segir Ragnar. „Það er samstarfsverkefni VR, Samtaka verslunar og þjónustu og menntamálaráðuneytisins. Rafiðnaðarmenn hafa einnig komið skóla á fót. Það er samt ljóst að það er mikið verk óunnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. 24. júlí 2019 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bindur miklar vonir við störf framtíðarnefndar og segir að félagið ætli að verða leiðandi þegar kemur að umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna. Þessi vinna muni skila sér í kröfugerðir félagsins en einnig vonast hann eftir breiðu samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og hins opinbera til að takast á við hið risastóra verkefni. Ragnar segir að umræðan um sjálfvirknivæðinguna haf i staðið yfir í félaginu um nokkurn tíma. Sjálfur hefur hann skoðað hátæknivöruhús í Finnlandi þar sem störfum hefur fækkað úr 1.500 niður í 750 vegna tilkomu róbóta. Að sama skapi hafi störfin breyst og ný hálaunastörf skapast. Hér á Íslandi er Innnes að reisa hátæknivöruhús við Sundahöfn að þessari fyrirmynd. „Okkar ætlun er að vera í forystuhlutverki. Til þess að geta haft áhrif þurfum við að taka þátt í þessari þróun í stað þess að ala á ótta við breytingar sem við höfum ekki stjórn á,“ segir Ragnar. Ragnar segir þetta vera stærsta málið sem verkalýðshreyfingin standi frammi fyrir og að barátta næstu ára muni taka mið af því.Sjá einnig: Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum „Við munum taka vinnu þessarar nefndar og koma henni á framfæri innan Alþýðusambandsins og opinbera geirans. Við þurfum líka að fá sem flesta að þessu því þetta snertir svo margar starfsgreinar. Verkalýðshreyfingin má ekki sitja eftir sem áhorfandi.“ Ef atvinnuleysi mun aukast verulega eins og svörtustu spár gefa til kynna, þá mun álagið á grunnþjónustuna vaxa í takti við það. Ragnar segir þess vegna mikilvægt að hið opinbera sé aðili að samtalinu. Nú þegar er til framtíðarnefnd ríkisstjórnarinnar en grunninn fyrir hið breiða samtal allra aðila skorti. „Ef atvinnuleysið verður svona mikið þá verður að fara að taka umræðuna um borgaralaun og hvernig við bregðumst við. Hugsanlega með því að skattleggja tækni,“ segir Ragnar. Ein af áskorununum er að endurmennta fjölda fólks og Ragnar segir að VR sé þegar byrjað á þeirri vinnu. „Síðasta vor komum við á fót fagháskólanámi í verslunarstjórnun og verslun með breytingar á til dæmis dagvörumarkaði í huga,“ segir Ragnar. „Það er samstarfsverkefni VR, Samtaka verslunar og þjónustu og menntamálaráðuneytisins. Rafiðnaðarmenn hafa einnig komið skóla á fót. Það er samt ljóst að það er mikið verk óunnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. 24. júlí 2019 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. 24. júlí 2019 07:00