SÍN betra en LÍN? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:15 Eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta er jafnt aðgengi að námi. Það eiga allir sem vilja að geta menntað sig. Þess vegna ber að gera þó nokkrar athugasemdir við frumvarp um breytingar á lánakerfi íslenskra námsmanna sem leit dagsins ljós 9. júlí sl. Innleiðing námsstyrkja er gott skref áfram en á sama tíma felur frumvarpið í sér nokkur skref afturábak. Þar ber helst að nefna hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör. Auk þess eru möguleikar námsmanna til tekjutengdra endurgreiðslna takmarkaðir, hvorki eru gerðar efnisbreytingar á hlutverki né markmiði sjóðsins og stúdentum er ekki tryggð fullnægjandi framfærsla hjá sjóðnum svo þeir geti framfleytt sér í námi. Það er nauðsynlegt að endurskoða þessi atriði svo betri sátt skapist um lánasjóðinn í nýju kerfi en hefur verið í núverandi umhverfi.Vankantar frumvarpsins Hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör á námslán eru veigamiklar breytingar frá gildandi kerfi. Á sama tíma boðar frumvarpið námsstyrki fyrir ákveðna hópa en aðrir lántakar verða á 100% lánum hjá sjóðnum og það er einmitt hópurinn sem getur komið illa út úr breyttu kerfi ef af verður. Fyrir þá boðar nýtt kerfi hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði, sérstaklega þegar efnahagsástandið er sem verst. Breytilegir vextir sem geta flökt um tugi punkta á dag og eru án hámarks gera nýtt kerfi mjög ófyrirsjáanlegt fyrir stúdenta. Það er engin leið að vita hvaða vaxtakjör námslánið mun bera þegar endurgreiðslur hefjast sem felur í sér mikið óöryggi. Í gildandi kerfi er 3% vaxtahámark en í nýju kerfi skal ráðherra skipa nefnd sem endurskoðar vexti ef þeir ná 4% vegna verðtryggðra lána og 9% vegna óverðtryggðra. Skipun nefndarinnar stöðvar þó ekki hækkun vaxta. Vextir halda áfram að flökta og stúdentar þyrftu að treysta á pólítískan vilja ráðherra til að bregðast við háu vaxtastigi. Í nýju frumvarpi koma verðtryggð lán með tekjutengdum endurgreiðslum best út fyrir tekjulægstu hópana. Það endurgreiðslufyrirkomulag er aðeins í boði fyrir þá sem klára nám fyrir 35 ára aldur eða á því aldursári. Ekkert svigrúm er fyrir tekjutengingu handa eldri stúdentum sem takmarkar óhjákvæmilega aðgang eldri, tekjulægri hópa að fýsilegustu lánakjörum sjóðsins, sérstaklega í nám sem veitir réttindi í tekjulægri stéttum. Markmiði frumvarpsins um að hvetja námsmenn til að klára nám á tilsettum tíma verður ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan námi stendur. Það skýtur því skökku við að frumvarpið boði hvorki breytingar á framfærslulánum til stúdenta né efnisbreytingar á hlutverki og markmiði sjóðsins. Stjórn sjóðsins ákveður frítekjumark, framfærslu og fleiri atriði sem skipta miklu máli þegar kemur að því hvernig námslánakerfið virkar fyrir stúdenta. Þó nafni sjóðsins verði mögulega breytt mun nýr sjóður og þar með stjórn hans vinna að sömu markmiðum og gegna sama hlutverki og lánasjóðurinn gerir í dag. Það er ekkert sem segir okkur að fjárhagsörðugleikar verði ekki lengur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar hætta í háskólanámi í eitt ár eða meira og hafa þá síður kost á 30% niðurfellingu láns. Alveg ómögulegt? Nei frumvarpið er langt því frá að vera ómögulegt í alla staði. Síðustu frumvörp um nýtt lánasjóðskerfi komu fram þegar minna en ár var í næstu Alþingiskosningar. Þetta frumvarp er ekki sett fram í slíkri tímaþröng, sem er jákvætt. Frumvarpið boðar styrki til foreldra í stað viðbótarlána vegna barna sem er af hinu góða og jafnari dreifing styrkja sem sjóðurinn veitir til lántaka er það einnig. Staðan er þó sú að vextir þurfa ekki að hækka mikið til að nýtt kerfi verði óhagstæðara fyrir töluverðan hluta námsmanna og skortur er á breytingum sem ætla má að bæti hag lántaka meðan á námi stendur.Höfundur er forseti Stúdentaráðs HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Kjaramál Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta er jafnt aðgengi að námi. Það eiga allir sem vilja að geta menntað sig. Þess vegna ber að gera þó nokkrar athugasemdir við frumvarp um breytingar á lánakerfi íslenskra námsmanna sem leit dagsins ljós 9. júlí sl. Innleiðing námsstyrkja er gott skref áfram en á sama tíma felur frumvarpið í sér nokkur skref afturábak. Þar ber helst að nefna hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör. Auk þess eru möguleikar námsmanna til tekjutengdra endurgreiðslna takmarkaðir, hvorki eru gerðar efnisbreytingar á hlutverki né markmiði sjóðsins og stúdentum er ekki tryggð fullnægjandi framfærsla hjá sjóðnum svo þeir geti framfleytt sér í námi. Það er nauðsynlegt að endurskoða þessi atriði svo betri sátt skapist um lánasjóðinn í nýju kerfi en hefur verið í núverandi umhverfi.Vankantar frumvarpsins Hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör á námslán eru veigamiklar breytingar frá gildandi kerfi. Á sama tíma boðar frumvarpið námsstyrki fyrir ákveðna hópa en aðrir lántakar verða á 100% lánum hjá sjóðnum og það er einmitt hópurinn sem getur komið illa út úr breyttu kerfi ef af verður. Fyrir þá boðar nýtt kerfi hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði, sérstaklega þegar efnahagsástandið er sem verst. Breytilegir vextir sem geta flökt um tugi punkta á dag og eru án hámarks gera nýtt kerfi mjög ófyrirsjáanlegt fyrir stúdenta. Það er engin leið að vita hvaða vaxtakjör námslánið mun bera þegar endurgreiðslur hefjast sem felur í sér mikið óöryggi. Í gildandi kerfi er 3% vaxtahámark en í nýju kerfi skal ráðherra skipa nefnd sem endurskoðar vexti ef þeir ná 4% vegna verðtryggðra lána og 9% vegna óverðtryggðra. Skipun nefndarinnar stöðvar þó ekki hækkun vaxta. Vextir halda áfram að flökta og stúdentar þyrftu að treysta á pólítískan vilja ráðherra til að bregðast við háu vaxtastigi. Í nýju frumvarpi koma verðtryggð lán með tekjutengdum endurgreiðslum best út fyrir tekjulægstu hópana. Það endurgreiðslufyrirkomulag er aðeins í boði fyrir þá sem klára nám fyrir 35 ára aldur eða á því aldursári. Ekkert svigrúm er fyrir tekjutengingu handa eldri stúdentum sem takmarkar óhjákvæmilega aðgang eldri, tekjulægri hópa að fýsilegustu lánakjörum sjóðsins, sérstaklega í nám sem veitir réttindi í tekjulægri stéttum. Markmiði frumvarpsins um að hvetja námsmenn til að klára nám á tilsettum tíma verður ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan námi stendur. Það skýtur því skökku við að frumvarpið boði hvorki breytingar á framfærslulánum til stúdenta né efnisbreytingar á hlutverki og markmiði sjóðsins. Stjórn sjóðsins ákveður frítekjumark, framfærslu og fleiri atriði sem skipta miklu máli þegar kemur að því hvernig námslánakerfið virkar fyrir stúdenta. Þó nafni sjóðsins verði mögulega breytt mun nýr sjóður og þar með stjórn hans vinna að sömu markmiðum og gegna sama hlutverki og lánasjóðurinn gerir í dag. Það er ekkert sem segir okkur að fjárhagsörðugleikar verði ekki lengur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar hætta í háskólanámi í eitt ár eða meira og hafa þá síður kost á 30% niðurfellingu láns. Alveg ómögulegt? Nei frumvarpið er langt því frá að vera ómögulegt í alla staði. Síðustu frumvörp um nýtt lánasjóðskerfi komu fram þegar minna en ár var í næstu Alþingiskosningar. Þetta frumvarp er ekki sett fram í slíkri tímaþröng, sem er jákvætt. Frumvarpið boðar styrki til foreldra í stað viðbótarlána vegna barna sem er af hinu góða og jafnari dreifing styrkja sem sjóðurinn veitir til lántaka er það einnig. Staðan er þó sú að vextir þurfa ekki að hækka mikið til að nýtt kerfi verði óhagstæðara fyrir töluverðan hluta námsmanna og skortur er á breytingum sem ætla má að bæti hag lántaka meðan á námi stendur.Höfundur er forseti Stúdentaráðs HÍ
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun