Enski boltinn

Atletico vill að Griezmann fái ekki keppnisleyfi með Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vitleysan í kringum félagaskipti Griezmann heldur áfram.
Vitleysan í kringum félagaskipti Griezmann heldur áfram. vísir/getty
Atletico Madrid hefur óskað eftir því að spænska úrvalsdeildin veiti Antoine Griezmann ekki keppnisleyfi hjá Barcelona en hann gekk í raðir félagsins um miðjan mánuðinn.

Þetta segir forseti deildarinnar, Javier Tebas, en mikið hefur gengið á síðan Barcelona tilkynnti að félagið hafi keypt Griezmann frá Atletico þann 12. júlí.

Barcelona borgaði 120 milljónir evra en klásúla var í samningi Griezmann frá 1. júlí að hann gæti farið fyrir 120 milljónir evra. Spænsku meistararnir biðu til fyrsta júlí og gengu svo frá kaupunum.







Við þetta eru Atletico ekki sáttir og segja að Griezmann hafi náð samkomulagi við Barcelona áður en 1. júlí gekk í garð. Þá var kaupverðið 200 milljónir punda.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi mála í þessu máli en Javier staðfesti í útvarpsviðtali á Spáni að Atletico hafi óskað eftir þessu. Ákvörðun í málinu hafi ekki verið tekin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×