Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2019 19:00 Blaðamaður New York times segir það ekki koma á óvart að Michele hafi skotið upp kollinum á Íslandi nordicphotos/getty Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira