Hvað höfum við gert? Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun