Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 12:57 Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunnar. vísir/gva Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30