Önnur umferð kappræðna Demókrata hefst í kvöld Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 22:24 Unnið að því að gera allt klárt fyrir kvöldið. AP/Paul Sancya Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira