Uppsögn Kristins nauðsynleg til að vernda hagsmuni HR Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 14:42 Kristinn Sigurjónsson í dómsal í dag. Vísir/Jóik Háskólanum í Reykjavík var frjálst að segja Kristni Sigurjónssyni upp störfum sem lektor vegna ummæla sem hann lét falla um kvenfólk á lokaðri Facebook-grúppu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR en Kristinn sakaði HR um ólögmæta uppsögn og vildi fá 56 milljónir króna í bætur frá skólanum.Dóminn í heild má lesa hér. Kristinn vildi meina að hann hefði átt að njóta réttinda opinberra starfsmanna þó svo að Háskólinn í Reykjavík sé einkarekinn. Dómurinn féllst ekki á það en Kristinn vildi meina að hann hefði notið þeirra réttinda eftir að Tækniskólinn, sem hann kenndi hjá, sameinaðist HR. Dómurinn fór yfir bréf sem Kristinn fékk þegar hann tók til starfa og var það mat dómsins að Kristni hefði ekki geta dulist að efni bréfsins hefði verið á þá leið að þar væri verið að bjóða honum nýtt starf hjá fyrirtæki sem væri á einkaréttarlegum grunni. Í málinu vísaði Kristinn til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla, sem undirrituð var af öllum rektorum háskóla landsins árið 2005, sem á að vernda tjáningarfrelsi háskólakennara. Dómurinn tók fram að yfirlýsingin fjalli um akademískt frelsi í háskólum og eigi ekki við um þá tjáningu sem um var deilt í máli Kristins og HR. Um greiðslu miskabóta benti dómurinn á að Kristinn hefði notið greiðslu launa á uppsagnarfresti. Hann hefði ekki geta sýnt fram á frekara fjártjón vegna uppsagnarinnar sem Háskólinn hefði valdið.Uppsögnin takmarkaði tjáningarfrelsi Dómurinn var þó sammála því að ákvörðun Háskólans í Reykjavík hefði takmarkað tjáningarfrelsi Kristins samkvæmt stjórnarskrá. Dómurinn benti þó á að tjáningarfrelsið sé ekki algilt og geti sætt takmörkunum. Taldi dómurinn að Kristinn hefði mátt vanda hvernig hann nyti tjáningarfrelsi sitt, hvort heldur sem innan starfs eða utan, og átti að teljast fullljóst að ummælin sem hann lét falla færu gegn þeim gildum jafnréttis sem HR starfaði eftir. Var það álit dómsins að HR hefði sýnt nægjanlega fram á að uppsögn Kristins hafi verið nauðsynleg til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafn HR og hluthafa hans sem starfsfólks skólans og nemenda, og að vægari úrræði, svo sem áminning, hafi vart verið tæk, sér í lagi í ljósi viðbragða Kristins við aðfinnslum stjórnenda á fundi í október í fyrra.Að neðan má sjá svipmyndir úr dómsal í dag.Góðlátlegt grín Kristinn benti á að ósamræmi væri fólgið í því að honum væri sagt upp störfum fyrir ummæli sín á sama tíma og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri HR, hefði tekið þátt í neikvæðri umræðu um karlmenn á samfélagsmiðli. Sigríður sagðist fyrir dómi kannast við að hafa tekið þátt í umræðu í hópnum Karlar gera merkilega hluti, sem Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um. Lýsti hún þátttöku sinni í hópnum sem góðlátlegu gríni. Engar upplýsingar komu fram í málinu varðandi hvort þátttaka Sigríðar Elínar í umræðu á samfélagsmiðli hefði leitt til viðbragða af hálfu HR, henni hefði í það minnsta ekki verið sagt upp. Þá væri það Kristins að sýna fram á að ummæli hans og þátttaka mannauðsstjórans væru nægjanlega samanburðarhæf og viðbrögð HR við þeim allskostar ólík. Það hefði ekki verði gert. „Hegða sér eins og kerlingar“ Þá taldi dómurinn að uppsögnin teljist Kristni óhóflega þungbær, að því gættu að uppsagnarfrestur hans var virtur til hlítar. Var Háskólinn í Reykjavík sýknaður af öllum kröfum Kristins og féll málskostnaður milli aðila niður. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Vöktu ummælin mikla athygli eftir að DV greindi frá þeim þann 3. október síðastliðinn. Dómsmál Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Háskólanum í Reykjavík var frjálst að segja Kristni Sigurjónssyni upp störfum sem lektor vegna ummæla sem hann lét falla um kvenfólk á lokaðri Facebook-grúppu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR en Kristinn sakaði HR um ólögmæta uppsögn og vildi fá 56 milljónir króna í bætur frá skólanum.Dóminn í heild má lesa hér. Kristinn vildi meina að hann hefði átt að njóta réttinda opinberra starfsmanna þó svo að Háskólinn í Reykjavík sé einkarekinn. Dómurinn féllst ekki á það en Kristinn vildi meina að hann hefði notið þeirra réttinda eftir að Tækniskólinn, sem hann kenndi hjá, sameinaðist HR. Dómurinn fór yfir bréf sem Kristinn fékk þegar hann tók til starfa og var það mat dómsins að Kristni hefði ekki geta dulist að efni bréfsins hefði verið á þá leið að þar væri verið að bjóða honum nýtt starf hjá fyrirtæki sem væri á einkaréttarlegum grunni. Í málinu vísaði Kristinn til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla, sem undirrituð var af öllum rektorum háskóla landsins árið 2005, sem á að vernda tjáningarfrelsi háskólakennara. Dómurinn tók fram að yfirlýsingin fjalli um akademískt frelsi í háskólum og eigi ekki við um þá tjáningu sem um var deilt í máli Kristins og HR. Um greiðslu miskabóta benti dómurinn á að Kristinn hefði notið greiðslu launa á uppsagnarfresti. Hann hefði ekki geta sýnt fram á frekara fjártjón vegna uppsagnarinnar sem Háskólinn hefði valdið.Uppsögnin takmarkaði tjáningarfrelsi Dómurinn var þó sammála því að ákvörðun Háskólans í Reykjavík hefði takmarkað tjáningarfrelsi Kristins samkvæmt stjórnarskrá. Dómurinn benti þó á að tjáningarfrelsið sé ekki algilt og geti sætt takmörkunum. Taldi dómurinn að Kristinn hefði mátt vanda hvernig hann nyti tjáningarfrelsi sitt, hvort heldur sem innan starfs eða utan, og átti að teljast fullljóst að ummælin sem hann lét falla færu gegn þeim gildum jafnréttis sem HR starfaði eftir. Var það álit dómsins að HR hefði sýnt nægjanlega fram á að uppsögn Kristins hafi verið nauðsynleg til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafn HR og hluthafa hans sem starfsfólks skólans og nemenda, og að vægari úrræði, svo sem áminning, hafi vart verið tæk, sér í lagi í ljósi viðbragða Kristins við aðfinnslum stjórnenda á fundi í október í fyrra.Að neðan má sjá svipmyndir úr dómsal í dag.Góðlátlegt grín Kristinn benti á að ósamræmi væri fólgið í því að honum væri sagt upp störfum fyrir ummæli sín á sama tíma og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri HR, hefði tekið þátt í neikvæðri umræðu um karlmenn á samfélagsmiðli. Sigríður sagðist fyrir dómi kannast við að hafa tekið þátt í umræðu í hópnum Karlar gera merkilega hluti, sem Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um. Lýsti hún þátttöku sinni í hópnum sem góðlátlegu gríni. Engar upplýsingar komu fram í málinu varðandi hvort þátttaka Sigríðar Elínar í umræðu á samfélagsmiðli hefði leitt til viðbragða af hálfu HR, henni hefði í það minnsta ekki verið sagt upp. Þá væri það Kristins að sýna fram á að ummæli hans og þátttaka mannauðsstjórans væru nægjanlega samanburðarhæf og viðbrögð HR við þeim allskostar ólík. Það hefði ekki verði gert. „Hegða sér eins og kerlingar“ Þá taldi dómurinn að uppsögnin teljist Kristni óhóflega þungbær, að því gættu að uppsagnarfrestur hans var virtur til hlítar. Var Háskólinn í Reykjavík sýknaður af öllum kröfum Kristins og féll málskostnaður milli aðila niður. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Vöktu ummælin mikla athygli eftir að DV greindi frá þeim þann 3. október síðastliðinn.
Dómsmál Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent