Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims koma allar úr tennis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 17:45 Fjórða árið í röð er Williams tekjuhæsta íþróttakona heims. vísir/getty Serena Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes. Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári eru allar tennisleikarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims. Á síðasta ári þénaði hún 29,2 milljónir Bandaríkjadala. Williams er eina konan sem komst á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims á síðasta ári. Naomi Osaka, sem vann Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í fyrra, er í 2. sæti listans yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims. Osaka hefur klifið metorðastigann hratt og landað stórum styrktarsamningnum eftir sigur á tveimur risamótum í röð.Tekjur Osaka jukust mikið milli ára.vísir/gettyTekjur hennar utan vallar fóru úr 1,6 milljónum Bandaríkjadala í 16 milljónir á milli ára. Á næsta ári verða tekjur Osaka væntanlega enn hærri því hún er búinn að skrifa undir stóran samning við Nike. Alls voru tekjur Osaka á síðasta ári 24,3 milljónir Bandaríkjadala. Hún er aðeins fjórða konan sem rýfur 20 milljóna Bandaríkjadala múrinn síðan Forbes byrjaði að taka saman tekjur íþróttafólks. Hinar eru Williams, Maria Sharapova og Li Na, allt tennisleikarar. Williams og Osaka eru langtekjuhæstu íþróttakonur heims. Angelique Kerber er í 3. sæti listans en tekjur hennar á síðasta ári voru 11,8 milljónir Bandaríkjadala.Alex Morgan, einn af fyrirliðum bandarísku heimsmeistaranna í fótbolta.vísir/gettyAlex Morgan, skærasta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, er efst á listanum af þeim sem eru ekki tennisleikarar. Auk Morgans eru indverska badmintonkonan PV Sindhu og taílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn á listanum yfir 15 tekjuhæstu íþróttakonur heims.Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári: 1. Serena Williams, tennis - 29,2 milljónir Bandaríkjadala 2. Naomi Osaka, tennis - 24,3 m 3. Angelique Kerber, tennis - 11,8 m 4. Simona Halep, tennis - 10,2 m 5. Sloane Stephens, tennis - 9,6 m 6. Caroline Wozniacki, tennis - 7,5 m 7. Maria Sharapova, tennis - 7 m 8. Karolina Pliskova, tennis - 6,3 m 9. Elina Svitolina, tennis - 6,1 m 10.-11. Venus Williams, tennis - 5,9 m 10.-11. Garbine Muguruza, tennis - 5,9 m 12. Alex Morgan, fótbolti - 5,8 m 13.-14. PV Sindhu, badminton - 5,5 m 13.-14. Madison Keys, tennis - 5,5 m 15. Ariya Jutanugarn, golf - 5,3 m Badminton Tennis Tengdar fréttir Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Serena Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes. Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári eru allar tennisleikarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims. Á síðasta ári þénaði hún 29,2 milljónir Bandaríkjadala. Williams er eina konan sem komst á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims á síðasta ári. Naomi Osaka, sem vann Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í fyrra, er í 2. sæti listans yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims. Osaka hefur klifið metorðastigann hratt og landað stórum styrktarsamningnum eftir sigur á tveimur risamótum í röð.Tekjur Osaka jukust mikið milli ára.vísir/gettyTekjur hennar utan vallar fóru úr 1,6 milljónum Bandaríkjadala í 16 milljónir á milli ára. Á næsta ári verða tekjur Osaka væntanlega enn hærri því hún er búinn að skrifa undir stóran samning við Nike. Alls voru tekjur Osaka á síðasta ári 24,3 milljónir Bandaríkjadala. Hún er aðeins fjórða konan sem rýfur 20 milljóna Bandaríkjadala múrinn síðan Forbes byrjaði að taka saman tekjur íþróttafólks. Hinar eru Williams, Maria Sharapova og Li Na, allt tennisleikarar. Williams og Osaka eru langtekjuhæstu íþróttakonur heims. Angelique Kerber er í 3. sæti listans en tekjur hennar á síðasta ári voru 11,8 milljónir Bandaríkjadala.Alex Morgan, einn af fyrirliðum bandarísku heimsmeistaranna í fótbolta.vísir/gettyAlex Morgan, skærasta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, er efst á listanum af þeim sem eru ekki tennisleikarar. Auk Morgans eru indverska badmintonkonan PV Sindhu og taílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn á listanum yfir 15 tekjuhæstu íþróttakonur heims.Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári: 1. Serena Williams, tennis - 29,2 milljónir Bandaríkjadala 2. Naomi Osaka, tennis - 24,3 m 3. Angelique Kerber, tennis - 11,8 m 4. Simona Halep, tennis - 10,2 m 5. Sloane Stephens, tennis - 9,6 m 6. Caroline Wozniacki, tennis - 7,5 m 7. Maria Sharapova, tennis - 7 m 8. Karolina Pliskova, tennis - 6,3 m 9. Elina Svitolina, tennis - 6,1 m 10.-11. Venus Williams, tennis - 5,9 m 10.-11. Garbine Muguruza, tennis - 5,9 m 12. Alex Morgan, fótbolti - 5,8 m 13.-14. PV Sindhu, badminton - 5,5 m 13.-14. Madison Keys, tennis - 5,5 m 15. Ariya Jutanugarn, golf - 5,3 m
Badminton Tennis Tengdar fréttir Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00