Ríkisstjórn Nýja-Sjálands leggur til breytingar á þungunarrofslöggjöf Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 14:26 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Vísir/Getty Ríkisstjórn Jacindu Ardern hefur lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs verði rýmkaður töluvert. Núgildandi lög í landinu kveða á um að konur megi einungis undirgangast þungunarrof ef tveir læknar samþykkja það og meðgangan er talin ógna heilsu þeirra eða lífi. Í frétt BBC kemur fram að núgildandi lög séu frá árinu 1977 og hafa staðið óbreytt síðan. Núverandi ríkisstjórn, samsteypustjórn Verkamannaflokks Ardern og þjóðernisflokksins Nýja-Sjáland fyrst með stuðningi Græningja, hefur ekki verið samstíga varðandi breytingarnar en Ardern á von á því að málið verði afgreitt fljótlega. Breytingarnar verða lagðar fyrir þingið í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag og verður málið afgreitt sem „samviskumál“, sem þýðir að þingmenn þurfi ekki að greiða atkvæði eftir flokkslínum heldur eftir eigin samvisku. Verði breytingarnar samþykktar geta konur farið í þungunarrof allt að 20. viku meðgöngu og þurfa ekki samþykki né skoðun heilbrigðisstarfsmanna. Viðeigandi stofnanir þurfa þó að bjóða konunum ráðgjöf og eftir 20. viku verður þungunarrof ekki framkvæmt nema heilbrigðisstarfsmenn votti fyrir að andlegt og líkamlegt heilbrigði konunnar sé fullnægjandi fyrir slíka aðgerð. Í breytingunum er einnig gert ráð fyrir því að svæðin í kringum þær stofnanir sem framkvæmda þungunarrof verði „örugg svæði“ til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þungunarrofs geti mótmælt og áreitt þær konur sem kjósa að undirgangast slíka aðgerð. Dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, Andrew Little, segir breytingarnar vera tímabærar og það eigi að líta á þungunarrof sem grundvallarheilbrigðismál. „Kona hefur fullan rétt til þess að ákveða hvað er gert við líkama hennar,“ sagði Little. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern hefur lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs verði rýmkaður töluvert. Núgildandi lög í landinu kveða á um að konur megi einungis undirgangast þungunarrof ef tveir læknar samþykkja það og meðgangan er talin ógna heilsu þeirra eða lífi. Í frétt BBC kemur fram að núgildandi lög séu frá árinu 1977 og hafa staðið óbreytt síðan. Núverandi ríkisstjórn, samsteypustjórn Verkamannaflokks Ardern og þjóðernisflokksins Nýja-Sjáland fyrst með stuðningi Græningja, hefur ekki verið samstíga varðandi breytingarnar en Ardern á von á því að málið verði afgreitt fljótlega. Breytingarnar verða lagðar fyrir þingið í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag og verður málið afgreitt sem „samviskumál“, sem þýðir að þingmenn þurfi ekki að greiða atkvæði eftir flokkslínum heldur eftir eigin samvisku. Verði breytingarnar samþykktar geta konur farið í þungunarrof allt að 20. viku meðgöngu og þurfa ekki samþykki né skoðun heilbrigðisstarfsmanna. Viðeigandi stofnanir þurfa þó að bjóða konunum ráðgjöf og eftir 20. viku verður þungunarrof ekki framkvæmt nema heilbrigðisstarfsmenn votti fyrir að andlegt og líkamlegt heilbrigði konunnar sé fullnægjandi fyrir slíka aðgerð. Í breytingunum er einnig gert ráð fyrir því að svæðin í kringum þær stofnanir sem framkvæmda þungunarrof verði „örugg svæði“ til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þungunarrofs geti mótmælt og áreitt þær konur sem kjósa að undirgangast slíka aðgerð. Dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, Andrew Little, segir breytingarnar vera tímabærar og það eigi að líta á þungunarrof sem grundvallarheilbrigðismál. „Kona hefur fullan rétt til þess að ákveða hvað er gert við líkama hennar,“ sagði Little.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20