Slökkviliðsmenn gengu af göflunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2019 11:25 Slökkviliðsmennirnir sex sem gengu af göflunum og bílstjórarnir sem fylgdu þeim yfir hálendið. Hlaupið tók þrjá daga. Vísir/Jóhann K. Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar. Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar.
Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira