Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 12:45 Flugfélaginu tókst ekki að auka hlutdeild erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm - Fréttablaðið/Gunnar Air Iceland Connect hefur hætt við að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust. Þetta staðfestir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Vísi. Um er að ræða annað stórt áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi á stuttum tíma, en tilkynnt var um gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Superbreak í gær. Ferðaskrifstofan stóð fyrir umfangsmiklu beinu flugi milli Akureyrar og Bretlands. Í fyrra flaug Air Iceland Connect milli Keflavíkur og Akureyrar frá október fram í maí á þessu ári en ekki var flogið yfir sumartímann. Fyrirhugað var að hefja flug aftur á þessari flugleið í október á þessu ári en tekin hefur verið ákvörðun um að ekki verði af því. „Það er vegna fækkunar á farþegum í innanlandsflugi sem við sjáum ekki fram á að þetta flug muni bera sig í vetur og það er svona aðalskýringin á því af hverju við erum að gera þetta,“ segir Árni. Búið var að selja nokkur sæti með þessum flugferðum í vetur og verður þeim farþegum boðið að fá flug til Reykjavíkur í staðinn eða endurgreiðslu farmiða.Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna Að sögn Árna var markmiðið með flugleiðinni að reyna að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi og auka möguleika þeirra á því að fara með einfaldari hætti út á land. Það hafi þó ekki tekist sem skyldi: „Á síðasta vetri voru þetta mjög mikið Íslendingar, þannig að við vorum kannski ekki að ná eins mikið til erlendra ferðamanna og við hefðum viljað.“ Einungis var hægt að bóka flug milli Keflavíkur og Akureyrar sem tengiflug og hluta af millilandaflugi með Icelandair. Árni segir að dvalartími erlendra ferðamanna hér á landi sé yfirleitt skemmri yfir veturinn samanborið við sumartímann og meiri áhersla því lögð á að tengingar séu styttri og auðveldari. Þetta hafi skýrt þá ákvörðun flugfélagsins á að fljúga þessa leið einungis yfir vetrartímann.Annar kafli í sögunni endalausu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air Iceland Connect hefur byrjað og síðan hætt að fljúga þarna á milli. Árni segir að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar á undanförnum áratugum til að reyna að tengja betur saman millilandaflug og innanlandsflug. „En því miður þá hefur þetta ekki enn þá gengið upp sem skyldi og náð því flugi sem við hefðum viljað sjá.“ Heildarfækkun á farþegum hefur verið í innanlandsfluginu að undanförnu og mun flugfélagið bregðast við því með því að fljúga oftar minni vélum í stað stærri og í einhverjum tilvikum fækka ferðum. Árni segir fækkun erlendra ferðamanna og samdráttur í hagkerfinu bæði hafa áhrif á fjölda flugfarþega hjá félaginu: „Það eru um 20% á ársgrundvelli tæplega sem eru erlendir ferðamenn í innanlandsflugi, þannig að fækkun á þeim telur.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Air Iceland Connect hefur hætt við að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust. Þetta staðfestir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Vísi. Um er að ræða annað stórt áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi á stuttum tíma, en tilkynnt var um gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Superbreak í gær. Ferðaskrifstofan stóð fyrir umfangsmiklu beinu flugi milli Akureyrar og Bretlands. Í fyrra flaug Air Iceland Connect milli Keflavíkur og Akureyrar frá október fram í maí á þessu ári en ekki var flogið yfir sumartímann. Fyrirhugað var að hefja flug aftur á þessari flugleið í október á þessu ári en tekin hefur verið ákvörðun um að ekki verði af því. „Það er vegna fækkunar á farþegum í innanlandsflugi sem við sjáum ekki fram á að þetta flug muni bera sig í vetur og það er svona aðalskýringin á því af hverju við erum að gera þetta,“ segir Árni. Búið var að selja nokkur sæti með þessum flugferðum í vetur og verður þeim farþegum boðið að fá flug til Reykjavíkur í staðinn eða endurgreiðslu farmiða.Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna Að sögn Árna var markmiðið með flugleiðinni að reyna að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi og auka möguleika þeirra á því að fara með einfaldari hætti út á land. Það hafi þó ekki tekist sem skyldi: „Á síðasta vetri voru þetta mjög mikið Íslendingar, þannig að við vorum kannski ekki að ná eins mikið til erlendra ferðamanna og við hefðum viljað.“ Einungis var hægt að bóka flug milli Keflavíkur og Akureyrar sem tengiflug og hluta af millilandaflugi með Icelandair. Árni segir að dvalartími erlendra ferðamanna hér á landi sé yfirleitt skemmri yfir veturinn samanborið við sumartímann og meiri áhersla því lögð á að tengingar séu styttri og auðveldari. Þetta hafi skýrt þá ákvörðun flugfélagsins á að fljúga þessa leið einungis yfir vetrartímann.Annar kafli í sögunni endalausu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air Iceland Connect hefur byrjað og síðan hætt að fljúga þarna á milli. Árni segir að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar á undanförnum áratugum til að reyna að tengja betur saman millilandaflug og innanlandsflug. „En því miður þá hefur þetta ekki enn þá gengið upp sem skyldi og náð því flugi sem við hefðum viljað sjá.“ Heildarfækkun á farþegum hefur verið í innanlandsfluginu að undanförnu og mun flugfélagið bregðast við því með því að fljúga oftar minni vélum í stað stærri og í einhverjum tilvikum fækka ferðum. Árni segir fækkun erlendra ferðamanna og samdráttur í hagkerfinu bæði hafa áhrif á fjölda flugfarþega hjá félaginu: „Það eru um 20% á ársgrundvelli tæplega sem eru erlendir ferðamenn í innanlandsflugi, þannig að fækkun á þeim telur.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00
Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51