Innlent

Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. Vísir/Vilhelm
Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu láku um 250-300 lítrar af díselolíu úr olíutanki í morgun þegar vörubíll keyrði utan í stein niður við Valshóla í Breiðholti en við óhappið kom gat á olíutankinn.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mengunaróhappsins en viðbragðsaðilar náðu að dæla upp meirihluta olíunnar en hluti hennar fór ofan í niðurfall í götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar sem liggur í settjörn í Elliðaárdal.

Töluverð mengun er í settjörninni en hreinsun gengur vel að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg og standa vonir til þess að hægt verði að koma í veg fyrir að mengun berist í árnar.

Slökkviliðið áætlar að um 100 lítrar af díselolíunni hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×