Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 12:11 Hess Creek-skógareldurinn kviknaði út frá eldingu 21. júní. Svona var umhorfs eftir hann í síðustu viku. Vísir/EPA Magn kolefnis sem losnaði í skógar- og kjarreldum á norðurslóðum í júní var sambærilegt við árslosun Svíþjóðar. Fleiri en hundrað eldar hafa geisað á norðurslóðum í sumar, fyrst og fremst í Alaska og Síberíu. Í Alaska hafa verið fordæmalaus sumarhlýindi sem enn standa yfir.Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að um fimmtíu milljónir tonna af koltvísýringi hafi losnað frá eldunum á norðurslóðum í júnímánuði einum saman. Það jafnast á við árslosun Svíþjóðar á gróðurhúsalofttegundum og er meira en losnað hefur frá eldum þar undanfarna átta júnímánuði samanlagt. Washington Post segir að alls hafi 125 milljón tonn koltvísýrings losnað frá eldunum í sumar fram að 28. júlí. Losunin hefur ekki mælst meiri frá því að athuganir af því tagi hófust árið 2003. Ein af ástæðum þess hversu mikið kolefni hefur losnað í eldunum er að þeir hafa brunnið í gegnum kolefnisríkar mómýrar. Mórinn er myndaður úr rotnandi lífrænu efni. Hann hefur þornað upp í hlýindum á norðurslóðum í sumar og orðið afar eldfimur. Eldingar hafa kveikt mikla elda í mýrunum sem brenna lengur en eldar í skóglendi.Reykjarmökkur liggur yfir stórum hluta Síberíu. Gervihnattamynd frá 24. júlí sýnir að reykur þekur um 4,5 milljónir ferkílómetra lands í Mið- og Norður-Asíu.NASAMiklar breytingar á umhverfinu vegna hitans Í Alaska hafa 800.000 hektarar lands brunnið í sumar. Hitinn í ríkinu hefur verið yfir meðaltali á hverjum degi frá 25. apríl og engin mælistöð hefur mælt frost frá því 28. júní. Ekki hefur verið frostlaust svo lengi í Alaska í að minnsta kosti öld. Hitinn á flugvellinum í Anchorage fór í 32°C í fyrsta skipti í sögunni á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Júní var hlýjasti júnímánuður í mælingarsögunni í Alaska og útlit er fyrir að júlí verði hlýjasti mánuðurinn sem þar hefur mælst. Ís og viftur hafa selst upp í búðum og elgir hafa sést leita í úðara í görðum manna til að kæla sig. Hitinn hefur gjörbreytt umhverfinu víða í Alaska. Hafís á Bering- og Tjúktahafi er nær horfinn með tilheyrandi breytingum á veðurfari og erfiðleikum fyrir menn og dýr sem reiða sig á ísinn. Freðmýrinn í Alaska sem breytist jafnan í drullu yfir sumarið er svo þurr í sumar að leiðsögumenn segja að hægt sé að tjalda á henni. Annars staðar stendur vatn í ám óvenjuhátt vegna þess hversu hratt snjó hefur tekið upp og jöklar bráðnað. Norðurslóðir hlýna nú um helmingi hraðar en aðrir staðir á jörðinni vegna losunnar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í Alaska hefur hlýnað um tvær gráður frá því fyrir iðnbyltingu og enn meira í sumum norðlægari hlutum ríkisins. Ekkert lát er á hlýindunum á norðurslóðum. Veðurkerfið sem olli hitabylgjunni í Vestur-Evrópu í síðustu viku hefur nú fært sig norður á bóginn og bræðir Grænlandsjökul enn hraðar en ella. Á Grænlandi hafa eldar einnig brunnið í sumar. Útlit er fyrir að lágmarksútbreiðsla hafíssins á norðurslóðum verði sú minnsta frá því að athuganir hófust í sumar.Reyk frá skógareldunum leggur yfir Tsjíta í austurhluta Síberíu. Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á fimm svæðum, þar á meðal í Írkútsk og Krasnoyarks-héruðum sem liggja norðan Mongólíu.Vísir/APKomast ekki að eldunum í Síberíu Rússneskir embættismenn segja að slökkviliðsmenn nái einfaldlega ekki til skógar- og kjarrelda sem geisa á afskekktum svæðum í Síberíu. Talið er að um 30.000 ferkílómetrar lands brenni þar nú. Ódýrara sé að leyfa eldunum eða brenna en að reyna að slökkva þá. AP-fréttastofan segir að þrátt fyrir að eldarnir hafi ekki náð til mannabyggða hafi reykjarmökkurinn áhrif á íbúa í Síberíu, þar á meðal í stórum borgum eins og Novosibirisk, Krasnoyarsk og Tsjíta. Einhverrar vætu er að vænta á svæðunum þar sem eldarnir brenna en líklega ekki nógu mikillar til að ráða niðurlögum þeirra, að mati veðurfræðinga.Fréttin hefur verið uppfærð. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Magn kolefnis sem losnaði í skógar- og kjarreldum á norðurslóðum í júní var sambærilegt við árslosun Svíþjóðar. Fleiri en hundrað eldar hafa geisað á norðurslóðum í sumar, fyrst og fremst í Alaska og Síberíu. Í Alaska hafa verið fordæmalaus sumarhlýindi sem enn standa yfir.Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að um fimmtíu milljónir tonna af koltvísýringi hafi losnað frá eldunum á norðurslóðum í júnímánuði einum saman. Það jafnast á við árslosun Svíþjóðar á gróðurhúsalofttegundum og er meira en losnað hefur frá eldum þar undanfarna átta júnímánuði samanlagt. Washington Post segir að alls hafi 125 milljón tonn koltvísýrings losnað frá eldunum í sumar fram að 28. júlí. Losunin hefur ekki mælst meiri frá því að athuganir af því tagi hófust árið 2003. Ein af ástæðum þess hversu mikið kolefni hefur losnað í eldunum er að þeir hafa brunnið í gegnum kolefnisríkar mómýrar. Mórinn er myndaður úr rotnandi lífrænu efni. Hann hefur þornað upp í hlýindum á norðurslóðum í sumar og orðið afar eldfimur. Eldingar hafa kveikt mikla elda í mýrunum sem brenna lengur en eldar í skóglendi.Reykjarmökkur liggur yfir stórum hluta Síberíu. Gervihnattamynd frá 24. júlí sýnir að reykur þekur um 4,5 milljónir ferkílómetra lands í Mið- og Norður-Asíu.NASAMiklar breytingar á umhverfinu vegna hitans Í Alaska hafa 800.000 hektarar lands brunnið í sumar. Hitinn í ríkinu hefur verið yfir meðaltali á hverjum degi frá 25. apríl og engin mælistöð hefur mælt frost frá því 28. júní. Ekki hefur verið frostlaust svo lengi í Alaska í að minnsta kosti öld. Hitinn á flugvellinum í Anchorage fór í 32°C í fyrsta skipti í sögunni á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Júní var hlýjasti júnímánuður í mælingarsögunni í Alaska og útlit er fyrir að júlí verði hlýjasti mánuðurinn sem þar hefur mælst. Ís og viftur hafa selst upp í búðum og elgir hafa sést leita í úðara í görðum manna til að kæla sig. Hitinn hefur gjörbreytt umhverfinu víða í Alaska. Hafís á Bering- og Tjúktahafi er nær horfinn með tilheyrandi breytingum á veðurfari og erfiðleikum fyrir menn og dýr sem reiða sig á ísinn. Freðmýrinn í Alaska sem breytist jafnan í drullu yfir sumarið er svo þurr í sumar að leiðsögumenn segja að hægt sé að tjalda á henni. Annars staðar stendur vatn í ám óvenjuhátt vegna þess hversu hratt snjó hefur tekið upp og jöklar bráðnað. Norðurslóðir hlýna nú um helmingi hraðar en aðrir staðir á jörðinni vegna losunnar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í Alaska hefur hlýnað um tvær gráður frá því fyrir iðnbyltingu og enn meira í sumum norðlægari hlutum ríkisins. Ekkert lát er á hlýindunum á norðurslóðum. Veðurkerfið sem olli hitabylgjunni í Vestur-Evrópu í síðustu viku hefur nú fært sig norður á bóginn og bræðir Grænlandsjökul enn hraðar en ella. Á Grænlandi hafa eldar einnig brunnið í sumar. Útlit er fyrir að lágmarksútbreiðsla hafíssins á norðurslóðum verði sú minnsta frá því að athuganir hófust í sumar.Reyk frá skógareldunum leggur yfir Tsjíta í austurhluta Síberíu. Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á fimm svæðum, þar á meðal í Írkútsk og Krasnoyarks-héruðum sem liggja norðan Mongólíu.Vísir/APKomast ekki að eldunum í Síberíu Rússneskir embættismenn segja að slökkviliðsmenn nái einfaldlega ekki til skógar- og kjarrelda sem geisa á afskekktum svæðum í Síberíu. Talið er að um 30.000 ferkílómetrar lands brenni þar nú. Ódýrara sé að leyfa eldunum eða brenna en að reyna að slökkva þá. AP-fréttastofan segir að þrátt fyrir að eldarnir hafi ekki náð til mannabyggða hafi reykjarmökkurinn áhrif á íbúa í Síberíu, þar á meðal í stórum borgum eins og Novosibirisk, Krasnoyarsk og Tsjíta. Einhverrar vætu er að vænta á svæðunum þar sem eldarnir brenna en líklega ekki nógu mikillar til að ráða niðurlögum þeirra, að mati veðurfræðinga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna