Segir fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. ágúst 2019 21:30 Það er fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu, heimili það ekki lagningu sæstrengs til landsins. Þetta segir forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Ekki eru áformaðir fleiri fundir um þriðja orkupakkann í utanríkismálanefnd áður en málið verður afgreitt á Alþingi. Flestir þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um þriðja orkupakkann eru sammála um að ekkert er í honum sem skyldar ríkið til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti var sumum af gestum utanríkismálanefndar sem fundaði í dag tíðrætt um að ríkið gæti þó átt yfir höfði sér skaðabótamál, standi það í vegi fyrir slíkum áformum. Var það meðal annars byggt á rökum um fjórfrelsið og skuldbindingar um frjáls vöruviðskipta innan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR segir það óþarfa áhyggjur: „Það er enginn réttur til staðar til að leggja sæstreng. Þar af leiðandi er ekki hægt að fara í skaðabótamál. Þú getur ekki fengið skaðabætur fyrir eitthvað sem þú átt ekki rétt á. Hver heilvita einstaklingur skilur það.“ 28. ágúst næstkomandi kemur alþingi saman til að ræða þingsályktunartillöguna. Þann annan september verða svo greidd atkvæði um þriðja orkupakkann.Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkannGerir þú ráð fyrir að boða annan fund í utanríkismálanefnd varðandi orkupakkann áður en þingstubburinn svokallaði verður í lok mánaðar?„Nei, nú höfum við orðið við þeim samkomulagsatriðum sem samið var um í vor að halda fundi hér og taka til alla þá sérfræðinga og aðila sem að óskað var eftir fyrir nefndina og við höfum fengið enn þá skýrari svör ef eitthvað er, staðfestingu á því að málið var fullrannsakað í vor og við þurfum ekki að halda fleiri fundi í nefndinni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, telur málið ekki útrætt. „Ég er búinn að biðja um fund í atvinnuveganefnd um þetta efni nákvæmlega þar sem fulltrúum Orkunnar okkar sem hafa lagt fram viðamikla skýrslu yrði gefinn kostur á því að kynna þá skýrslu og svara spurningum nefndarmanna.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Það er fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu, heimili það ekki lagningu sæstrengs til landsins. Þetta segir forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Ekki eru áformaðir fleiri fundir um þriðja orkupakkann í utanríkismálanefnd áður en málið verður afgreitt á Alþingi. Flestir þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um þriðja orkupakkann eru sammála um að ekkert er í honum sem skyldar ríkið til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti var sumum af gestum utanríkismálanefndar sem fundaði í dag tíðrætt um að ríkið gæti þó átt yfir höfði sér skaðabótamál, standi það í vegi fyrir slíkum áformum. Var það meðal annars byggt á rökum um fjórfrelsið og skuldbindingar um frjáls vöruviðskipta innan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR segir það óþarfa áhyggjur: „Það er enginn réttur til staðar til að leggja sæstreng. Þar af leiðandi er ekki hægt að fara í skaðabótamál. Þú getur ekki fengið skaðabætur fyrir eitthvað sem þú átt ekki rétt á. Hver heilvita einstaklingur skilur það.“ 28. ágúst næstkomandi kemur alþingi saman til að ræða þingsályktunartillöguna. Þann annan september verða svo greidd atkvæði um þriðja orkupakkann.Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkannGerir þú ráð fyrir að boða annan fund í utanríkismálanefnd varðandi orkupakkann áður en þingstubburinn svokallaði verður í lok mánaðar?„Nei, nú höfum við orðið við þeim samkomulagsatriðum sem samið var um í vor að halda fundi hér og taka til alla þá sérfræðinga og aðila sem að óskað var eftir fyrir nefndina og við höfum fengið enn þá skýrari svör ef eitthvað er, staðfestingu á því að málið var fullrannsakað í vor og við þurfum ekki að halda fleiri fundi í nefndinni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, telur málið ekki útrætt. „Ég er búinn að biðja um fund í atvinnuveganefnd um þetta efni nákvæmlega þar sem fulltrúum Orkunnar okkar sem hafa lagt fram viðamikla skýrslu yrði gefinn kostur á því að kynna þá skýrslu og svara spurningum nefndarmanna.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42
Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent