Telur að frumvarp til lyfjalaga geri lítið úr lyfjafræðingum Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 08:00 Ný lyfjalög eiga að leysa af hólmi lög frá 1994 sem eru að mati sérfræðinga barn síns tíma. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira