Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum Ari Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 09:00 Sofiya Sahova, nýdoktor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, kemur frá Búlgaríu og er vön sambúð með Rómafólki. F réttablaðið/Sigtryggur Ari „Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
„Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira