Sinubruninn sagður áminning um að fara varlega með eld við þurran gróður Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 14:15 Nokkur eldur kviknaði í sinu vegna flugeldasýningarinnar í gærkvöldi. Mynd/Hákon Sigþórsson Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur. Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur.
Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06