Tvö rauð spjöld á loft og 1-0 sigur Atletico í fyrsta leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir bjuggu til eina mark leiksins
Þessir bjuggu til eina mark leiksins vísir/getty
Atletico Madrid þykir líklegt til afreka í vetur en óhætt er að segja að fyrsti leikur liðsins í spænsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið hafi verið ansi einkennandi fyrir þetta baráttuglaða og frábæra varnarlið.

Atletico fékk Getafe í heimsókn á Wanda Metropolitano leikvanginn í Madrid í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar La Liga.

Eftir 23 mínútna leik skoraði Alvaro Morata gott skallamark eftir fyrirgjöf enska varnarmannsins Kieran Trippier. Eins og alltaf í leikjum Atletico var hart barist og á 38.mínútu var Jorge Molina, sóknarmanni Getafe, vikið af velli með beint rautt spjald.

Skömmu síðar fékk Renan Lodi, vinstri bakvörður Atletico, að líta tvö gul spjöld á sömu mínútunni og þar með rautt spjald. Staðan í leikhléi 1-1 og bæði lið með tíu leikmenn.

Eftir tíu mínútna leik sýndi portúgalska undrabarnið Joao Felix snilli sína þegar hann labbaði framhjá varnarmönnum Getafe þar til hann var sparkaður niður í vítateignum og vítaspyrna dæmd. Morata fór á vítapunktinn en David Soria, markvörður Getafe, varði frábærlega.

Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 1-0 sigur Atletico Madrid staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira