Söluþóknanir bókunarsíðna hækki áfram án viðspyrnu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur ferðaþjónustan áhyggjur af hárri þóknun bókunarsíðna. Fréttablaðið/Stefán Hermann Valsson, sem er bæði kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur að mennt, hefur fylgst með bóknunarþjónustufyrirtækjum eins og Booking í langan tíma, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum. Árið 2015 rannsakaði hann sýnileika íslenskra gististaða þegar ferðamenn leita í gegnum Google. „Þegar við leitum á netinu þá erum við löt og förum aðeins inn á fyrstu hlekkina sem koma upp. Við förum almennt ekki yfir á blaðsíðu tvö eða þrjú. Bókunarvélarnar hafa hertekið þessa fyrstu blaðsíðu úti um allan heim,“ segir Hermann. Bendir hann á að Booking sé einn af verðmætustu viðskiptavinum Google og hafi því yfirburðastöðu hvað varðar sýnileika. Áður hefur verið fjallað um háar söluþóknanir bókunarfyrirtækja eins og Booking og Expedia. Þær eru frá 15 og allt upp í 30 prósent af hverri bókun en fyrir 20 árum voru þær aðeins um 6 prósent. Hóflega áætlar hann að á bilinu 7 til 9 milljarðar króna fari úr landi í formi þóknana á hverju ári en ekki 5 milljarðar eins og áður hefur verið reiknað með.Hermann Valsson, kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur.Í fyrra rannsakaði Hermann hvernig málum væri háttað á Tenerife og eiga eyjarskeggjar þar í sama vanda. „Lægsta prósentan sem boðið er upp á er 15 prósent og þá sést þú ekki, þú ert ekki til. Meðal prósentan er því orðin 22 til 24. Ég tel að söluþóknanirnar muni halda áfram að hækka nema fótum verði spyrnt við,“ segir Hermann. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar séríslenska bókunarvél. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur réttast að Samtök ferðaþjónustunnar myndu leiða slíka vinnu ef til hennar kæmi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, hefur verið varkár í umræðunni og bent á að hár kostnaður gæti falist í þeirri leið. Hermann segir að innan SAF rekist hagsmunir á. „Icelandair, sem flytur langsamlega mest af ferðamönnum til landsins, er smásöluaðili fyrir Booking. Einnig Dohop. Þannig að það er gegn þeirra hagsmunum að fá íslenska síðu sem myndi keppa gegn bókunarvélunum,“ segir hann. Þó að síður eins og booking.com séu markaðsráðandi eru til dæmi um svæði sem hafa komið sér upp eigin bókunarsíðum, til dæmis Arizona-fylki og svæði í Skotlandi. Hermann telur mögulegt að gera slíkt hið sama hér. „Þá skynja bókunarrisarnir að það er komin viðspyrna. Vonandi hemja þeir sig í hækkunum og verða viðmótsþýðari í viðræðum um lækkanir,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Hermann Valsson, sem er bæði kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur að mennt, hefur fylgst með bóknunarþjónustufyrirtækjum eins og Booking í langan tíma, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum. Árið 2015 rannsakaði hann sýnileika íslenskra gististaða þegar ferðamenn leita í gegnum Google. „Þegar við leitum á netinu þá erum við löt og förum aðeins inn á fyrstu hlekkina sem koma upp. Við förum almennt ekki yfir á blaðsíðu tvö eða þrjú. Bókunarvélarnar hafa hertekið þessa fyrstu blaðsíðu úti um allan heim,“ segir Hermann. Bendir hann á að Booking sé einn af verðmætustu viðskiptavinum Google og hafi því yfirburðastöðu hvað varðar sýnileika. Áður hefur verið fjallað um háar söluþóknanir bókunarfyrirtækja eins og Booking og Expedia. Þær eru frá 15 og allt upp í 30 prósent af hverri bókun en fyrir 20 árum voru þær aðeins um 6 prósent. Hóflega áætlar hann að á bilinu 7 til 9 milljarðar króna fari úr landi í formi þóknana á hverju ári en ekki 5 milljarðar eins og áður hefur verið reiknað með.Hermann Valsson, kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur.Í fyrra rannsakaði Hermann hvernig málum væri háttað á Tenerife og eiga eyjarskeggjar þar í sama vanda. „Lægsta prósentan sem boðið er upp á er 15 prósent og þá sést þú ekki, þú ert ekki til. Meðal prósentan er því orðin 22 til 24. Ég tel að söluþóknanirnar muni halda áfram að hækka nema fótum verði spyrnt við,“ segir Hermann. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar séríslenska bókunarvél. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur réttast að Samtök ferðaþjónustunnar myndu leiða slíka vinnu ef til hennar kæmi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, hefur verið varkár í umræðunni og bent á að hár kostnaður gæti falist í þeirri leið. Hermann segir að innan SAF rekist hagsmunir á. „Icelandair, sem flytur langsamlega mest af ferðamönnum til landsins, er smásöluaðili fyrir Booking. Einnig Dohop. Þannig að það er gegn þeirra hagsmunum að fá íslenska síðu sem myndi keppa gegn bókunarvélunum,“ segir hann. Þó að síður eins og booking.com séu markaðsráðandi eru til dæmi um svæði sem hafa komið sér upp eigin bókunarsíðum, til dæmis Arizona-fylki og svæði í Skotlandi. Hermann telur mögulegt að gera slíkt hið sama hér. „Þá skynja bókunarrisarnir að það er komin viðspyrna. Vonandi hemja þeir sig í hækkunum og verða viðmótsþýðari í viðræðum um lækkanir,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15
Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00