Ferðaþjónustan fordæmi brot á vinnumarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:18 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira