Gæslan slökkti eld í djúpum mosa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2019 17:15 Svæðið sem brann. Græna slikjan sýnir svæðið þar sem vatn fór á óbrunninn mosann og hefti útbreiðslu eldsins. Síðdegis á laugardag óskaði slökkviliðsstjórinn í Grindavík eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logaði í djúpum mosa austan Djúpavatns við Lækjarvelli. Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var send til að aðstoða við slökkvistarf og hefta útbreiðslu eldsins. Svokölluð slökkviskjóla kom að góðum notum. Slökkvilið Grindavíkur barðist við eldinn en erfiðlega reyndist að koma slökkvibílum að vettvangi að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.Hér má slökkviskjóluna í notkun. Myndin er tekin við æfingar.Mynd/LandhelgisgæslanÁhöfnin á þyrlunni lenti við Kleifarvatn þar sem slökkviskjóla var gerð klár og hengd undir vélina. Að því búnu var hún fyllt af vatni og flogið með hana sjö ferðir að eldinum. Greiðlega gekk að hefta útbreiðsluna og slökkva eldinn. Samskipti áhafnar, slökkviliðsmanna og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar gengu afar vel fyrir sig að því er segir í tilkynningunni og lauk aðgerðum þyrlunnar á tíunda tímanum um kvöldið. Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafa nokkrum sinnum í sumar æft viðbrögð við gróðureldum þar sem slökkviskjólan er notuð. Áhöfnin á TF-LIF tók mynd úr lofti af svæðinu eftir að slökkvistarfi lauk en græna slikjan sýnir svæðið þar sem vatn fór á óbrunninn mosann og hefti útbreiðslu eldsins, líkt og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Grindavík Landhelgisgæslan Slökkvilið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Síðdegis á laugardag óskaði slökkviliðsstjórinn í Grindavík eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logaði í djúpum mosa austan Djúpavatns við Lækjarvelli. Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var send til að aðstoða við slökkvistarf og hefta útbreiðslu eldsins. Svokölluð slökkviskjóla kom að góðum notum. Slökkvilið Grindavíkur barðist við eldinn en erfiðlega reyndist að koma slökkvibílum að vettvangi að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.Hér má slökkviskjóluna í notkun. Myndin er tekin við æfingar.Mynd/LandhelgisgæslanÁhöfnin á þyrlunni lenti við Kleifarvatn þar sem slökkviskjóla var gerð klár og hengd undir vélina. Að því búnu var hún fyllt af vatni og flogið með hana sjö ferðir að eldinum. Greiðlega gekk að hefta útbreiðsluna og slökkva eldinn. Samskipti áhafnar, slökkviliðsmanna og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar gengu afar vel fyrir sig að því er segir í tilkynningunni og lauk aðgerðum þyrlunnar á tíunda tímanum um kvöldið. Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafa nokkrum sinnum í sumar æft viðbrögð við gróðureldum þar sem slökkviskjólan er notuð. Áhöfnin á TF-LIF tók mynd úr lofti af svæðinu eftir að slökkvistarfi lauk en græna slikjan sýnir svæðið þar sem vatn fór á óbrunninn mosann og hefti útbreiðslu eldsins, líkt og sjá má á myndinni efst í fréttinni.
Grindavík Landhelgisgæslan Slökkvilið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira