Sjáðu Simone Biles negla tvö söguleg stökk eins og ofurhetja í teiknimynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 23:30 Simone Biles var ótrúleg um helgina. Getty/Jamie Squire Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019 Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira