Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 18:30 Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. Bjarni Benediktsson skaut föstum skotum á forystu Miðflokksins í gær þar sem sömu menn þar og hefðu tekið þátt í að undirbúa innleiðingu Þriðja orkupakkans hér á landi væru nú alfarið á móti honum og segðu að upplýsingar vantaði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins svaraði á Facebook og sagði að þeir hefðu ekki innleitt pakkann. Bjarni benti þá á minnisblöð á Facebooksíðu sinni um málið sem sýndu svart á hvítu að Gunnar Bragi Sveinsson sem var utanríkisráðherra á árunum 2013-2016 hefði tekið þátt í að innleiða pakkann. Við sögðum frá innihaldi minnisblaðanna í Bylgjufréttum í hádeginu.Tók þátt í að undirbúa málið en kláraði ekki Gunnar Bragi segir þetta rétt, hann hafi hins vegar ekki klárað málið. „Það er ekki fyrr en árið 2016 þegar arftaki minn er kominn til valda í utanríkisráðuneytinu sem málið er svo klárað. Þá er tekin ákvörðun um að leita ekki undanþágu hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Það er því annarra að svara fyrir það en þegar ég er ráðherra þá að sjálfsögðu held ég áfram með innleiðinguna sem mér bar að gera og þingið tók þátt í því að fullu,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt að sífellt komi fram nýjar upplýsingar um hvaða áhrif Þriðji orkupakkinn muni í raun hafa þannig að hann viti mun meira um málið nú en þegar hann var ráðherra. „Við vitum miklu meira um þennan orkupakkann og við vitum miklu meira um Fjórða orkupakkann og ég ætla bara að vona að menn séu svo skynsamir að skipta um skoðun ef þeir hafa myndað sér skoðun á þessu máli,“segir Gunnar Bragi. Gríðarlegir hagsmunir í húfi Hann segir að ef málið nái fram að ganga við þriðju afgreiðslu þess á Alþingi nú ágúst muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn. „Við smám saman gefum þá eftir hvernig við ráðstöfum okkar orkuauðlindum, þannig að við höfum ekki lengur yfirráð yfir verðlagningu rafmagns eða orkutengingum. Við erum ekki að gefa eftir völd yfir auðlindunum heldur verðlagningu og tengingu,“ segir Gunnar. Gunnar segir um að ræða hræðsluáróður þegar ríkistjórnarflokkarnir segi að EES samningurinn sé í uppnámi verði málinu hafnað. „Og ég ætla að vona að forysta Sjálfstæðismanna hlusti á sína flokksmenn í þessu máli þeir þurfa ekki að hlusta á okkur Miðflokksmenn,“ segir Gunnar. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 18:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. Bjarni Benediktsson skaut föstum skotum á forystu Miðflokksins í gær þar sem sömu menn þar og hefðu tekið þátt í að undirbúa innleiðingu Þriðja orkupakkans hér á landi væru nú alfarið á móti honum og segðu að upplýsingar vantaði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins svaraði á Facebook og sagði að þeir hefðu ekki innleitt pakkann. Bjarni benti þá á minnisblöð á Facebooksíðu sinni um málið sem sýndu svart á hvítu að Gunnar Bragi Sveinsson sem var utanríkisráðherra á árunum 2013-2016 hefði tekið þátt í að innleiða pakkann. Við sögðum frá innihaldi minnisblaðanna í Bylgjufréttum í hádeginu.Tók þátt í að undirbúa málið en kláraði ekki Gunnar Bragi segir þetta rétt, hann hafi hins vegar ekki klárað málið. „Það er ekki fyrr en árið 2016 þegar arftaki minn er kominn til valda í utanríkisráðuneytinu sem málið er svo klárað. Þá er tekin ákvörðun um að leita ekki undanþágu hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Það er því annarra að svara fyrir það en þegar ég er ráðherra þá að sjálfsögðu held ég áfram með innleiðinguna sem mér bar að gera og þingið tók þátt í því að fullu,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt að sífellt komi fram nýjar upplýsingar um hvaða áhrif Þriðji orkupakkinn muni í raun hafa þannig að hann viti mun meira um málið nú en þegar hann var ráðherra. „Við vitum miklu meira um þennan orkupakkann og við vitum miklu meira um Fjórða orkupakkann og ég ætla bara að vona að menn séu svo skynsamir að skipta um skoðun ef þeir hafa myndað sér skoðun á þessu máli,“segir Gunnar Bragi. Gríðarlegir hagsmunir í húfi Hann segir að ef málið nái fram að ganga við þriðju afgreiðslu þess á Alþingi nú ágúst muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn. „Við smám saman gefum þá eftir hvernig við ráðstöfum okkar orkuauðlindum, þannig að við höfum ekki lengur yfirráð yfir verðlagningu rafmagns eða orkutengingum. Við erum ekki að gefa eftir völd yfir auðlindunum heldur verðlagningu og tengingu,“ segir Gunnar. Gunnar segir um að ræða hræðsluáróður þegar ríkistjórnarflokkarnir segi að EES samningurinn sé í uppnámi verði málinu hafnað. „Og ég ætla að vona að forysta Sjálfstæðismanna hlusti á sína flokksmenn í þessu máli þeir þurfa ekki að hlusta á okkur Miðflokksmenn,“ segir Gunnar.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 18:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15
Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17
Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00
Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 18:44