Segir það ekki stefnu Reykjavíkurborgar að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:15 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15