Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 22:30 Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi. Innflytjendamál Matur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi.
Innflytjendamál Matur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira