Griezmann með tvö í fyrsta heimaleiknum með Barcelona | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2019 20:45 Griezmann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt gegn Real Betis. vísir/getty Antoine Griezmann skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Real Betis, 5-2, á Nývangi í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Börsungar eru með þrjú stig í 9. sæti deildarinnar. Lionel Messi og Luis Suárez voru ekki með Barcelona í leiknum í kvöld en það kom ekki að sök. Betis komst reyndar yfir með marki Nabils Fekir á 15. mínútu en fjórum mínútum fyrir hálfleik jafnaði Griezmann með sínu fyrsta marki í keppnisleik fyrir Barcelona. Á 50. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn annað mark sitt með góðu skoti í fjærhornið. Griezmann er fyrsti leikmaður Barcelona sem skorar tvö mörk í fyrsta heimaleik sínum fyrir félagið síðan Rivaldo afrekaði það gegn Real Sociedad 31. ágúst 1997.- @AntoGriezmann is the 1st player to score a brace on his home league debut for FC Barcelona since Rivaldo on 31 August 1997 (3-0 win vs Real Sociedad). #BarçaBetis#ForçaBarça — Gracenote Live (@GracenoteLive) August 25, 2019 Carles Pérez kom Barcelona í 3-1 á 56. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Jordi Alba fimmta mark liðsins. Þrjú mörk á tíu mínútum hjá Spánarmeisturunum. Arturo Vidal skoraði fimmta og síðasta mark Barcelona á 77. mínútu. Griezmann átti stoðsendinguna á Sílemanninn. Þremur mínútum síðar minnkaði Loren Morón muninn með stórkostlegu skoti upp í vinkilinn. Lokatölur 5-2, Barcelona í vil. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Spænski boltinn
Antoine Griezmann skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Real Betis, 5-2, á Nývangi í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Börsungar eru með þrjú stig í 9. sæti deildarinnar. Lionel Messi og Luis Suárez voru ekki með Barcelona í leiknum í kvöld en það kom ekki að sök. Betis komst reyndar yfir með marki Nabils Fekir á 15. mínútu en fjórum mínútum fyrir hálfleik jafnaði Griezmann með sínu fyrsta marki í keppnisleik fyrir Barcelona. Á 50. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn annað mark sitt með góðu skoti í fjærhornið. Griezmann er fyrsti leikmaður Barcelona sem skorar tvö mörk í fyrsta heimaleik sínum fyrir félagið síðan Rivaldo afrekaði það gegn Real Sociedad 31. ágúst 1997.- @AntoGriezmann is the 1st player to score a brace on his home league debut for FC Barcelona since Rivaldo on 31 August 1997 (3-0 win vs Real Sociedad). #BarçaBetis#ForçaBarça — Gracenote Live (@GracenoteLive) August 25, 2019 Carles Pérez kom Barcelona í 3-1 á 56. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Jordi Alba fimmta mark liðsins. Þrjú mörk á tíu mínútum hjá Spánarmeisturunum. Arturo Vidal skoraði fimmta og síðasta mark Barcelona á 77. mínútu. Griezmann átti stoðsendinguna á Sílemanninn. Þremur mínútum síðar minnkaði Loren Morón muninn með stórkostlegu skoti upp í vinkilinn. Lokatölur 5-2, Barcelona í vil. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti