Sem dæmi af handahófi: Borgarstjórinn í London, Sadiq Khan, er með 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Í Garðabæ búa tæplega 16 þúsund manns. Í London búa tæplega 9 milljónir manna.
Hugsanlega er í fleiri horn að líta í Garðabæ, kannski þurfa Garðbæingar meira á bæjarstjóra sínum að halda en Lundúnabúar á sínum borgarstjóra og því tilbúnir að greiða honum hærri laun?
Sadiq Khan á ekkert í Elliða
Samanburðurinn verður enn meira sláandi ef laun kollega Gunnars í Ölfusi eru notuð til viðmiðunar. Elliði Vignisson bæjarstjóri þar er með tæplega 2,3 milljónir í mánaðartekjur. Í sveitarfélaginu Ölfusi búa rétt rúmlega 2.100 manns.
Hér fyrir neðan fer listi yfir þá launahæstu sem starfa sem bæjarstjórar, sveitarstjórar og svo borgarstjóri. Vert er að setja þann fyrirvara að um útsvarsskyldar tekjur á árinu 2018 eru til viðmiðunar og þau þurfa ekki að endurspegla föst laun.
Tekjuhæstu sveitarstjórnarmenn
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ: 2,65 milljónirGunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð: 2,34 milljónir
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi: 2,26 milljónir
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð: 2,22 milljónir
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi: 2,16 milljónir
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi: 2,13 milljónir
Sturla Böðvarsson, fv. bæjarstjóri í Stykkishólmi: 2,06 milljónir
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ: 2,05 milljónir
Ásgerður Haraldsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi: 2,03 milljónir
Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð: 1,95 milljón krónur
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg: 1,95 milljón krónur
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: 1,92 milljón krónur
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði: 1,87 milljón krónur
Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Ásahreppi: 1,84 milljón krónur
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ: 1,8 milljón krónur
Að deila kjörum með umbjóðendum sínum
Þá og þar með erum við loks farin að nálgast laun borgarstjórans í London en þá er komið vel niður lista yfir þá sem tekjuhæstu á sveitarstjórnarstigi. Eins og sjá má er Dagur, sá eini sem ber titil borgarstjóra á Íslandi, ívið hærri í launum en Sadiq Khan, kollegi hans í London.
Umdeild ákvörðun kjararáðs skiptir máli
Opinberir starfsmenn hafa viljað miða sín laun við það sem gerist og gengur á almennum vinnumarkaði. Það er rökstutt sem svo að hið opinbera verði að vera samkeppnishæft um vinnuafl.Þróunin er sú, þó það eigi ekki við með beinum hætti um stjórnmálamenn (sem þó taka mið af kjörum embættismanna), að opinberir starfsmenn búa almennt við meira starfsöryggi. Laun þeirra í efstu lögum miða við það þegar best gengur á almennum vinnumarkaði. Þeir þurfa hins vegar ekki að taka höggið þegar verr gengur eins og almennir launamenn til að mynda með því að horfast í augu við hugsanlega uppsögn.

Þróunin eindregin og í eina átt
Sú hækkun reyndist viðsemjendum í síðustu kjaraviðræðum erfið viðureignar; hún hlaut að skrúfa væntingarvísitöluna upp. Ólafur Þ. Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segist ekki hafa skoðað laun sveitarstjórnarmanna sérstaklega í vikunni. En, Ólafur segir hins vegar að þau hjá félaginu hafi ekki komist hjá því að taka eftir launahækkunum ríkisforstjóra ýmissa sem hafi verið út úr korti við almenna launaþróun.„Ef þetta á að vera svona, jú, að laun í opinbera geiranum hækki umfram einkageirann, enda hlýtur einkageirinn á endanum að standa undir launum opinberra starfsmanna,“ segir Ólafur spurður um þessa þróun sem hefur verið eindregin; launahækkanir í opinbera geiranum.
SALEK dó vegna óánægju opinberra starfsmanna
Ólafur segir jafnframt að tilhneigingin hafi verið sú að opinberir starfsmenn vilji miða sín kjör við það þegar best gengur á vinnumarkaði en eðli máls samkvæmt, vegna samninga sem þýði í raun talsvert meira atvinnuöryggi, en þurfi svo ekki að herða sultarólina þegar verr gengur. Það þýðir þróun sem er í eina átt.
Katrín segir þetta vera óhóf
Hvort þetta hefur svo einhver áhrif til eða frá í tengslum við hugmyndir um víðtæka sameiningu sveitarstjórna er of snemmt um að segja. Þessi launaþróun hefur verið gagnrýnd áður og hefur komið reglulega upp í umræðunni. Þannig hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talað um óhóf:„Þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni.
Þar benti hún á að Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi væri með hærri laun en hún. Ármann var reyndar einnig með hærri laun en borgarstjórinn í New York. Ármann lækkaði laun sín um 15 prósent í kjölfar þeirrar gagnrýni.
Í Víglínunni kom fram að fjármálaráðherra hefði óskað eftir upplýsingum um þessar launahækkanir sveitarstjórnarmanna til að bera saman við almenna launaþróun. Þetta var í fyrra.