Albanar taka til hendinni Þorvaldur Gylfason skrifar 5. september 2019 07:00 Stokkhólmi – Fimm lönd sem Evrópusambandið kallar umsóknarlönd (e. candidate countries) bíða þess nú að vera tekin inn í sambandið. Þau eru Albanía, Norður-Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Tyrkland. Tvö lönd enn, Bosnía og Hersegóvína og Kósóvó, bíða þess að komast á biðlistann. Öll löndin sjö eru í Suðaustur-Evrópu, sum þeirra tilheyrðu gömlu Júgóslavíu. Ísland er ekki á biðlistanum, en ESB hefur þó látið á sér skiljast að umsókn Alþingis frá 2009 sé enn í gildi tæknilega séð þótt hún hafi legið í salti frá 2013.Langur aðdragandi Samningaviðræður einstakra landa á listanum við ESB munu skera úr um hvort þau eru í stakk búin að semja sig að lögum og reglum sambandsins og hversu langan aðlögunartíma þau þurfa til að ná því marki. Albanía sótti um aðild 2009 og komst á listann 2014. Norður-Makedónía hefur verið á listanum frá 2005. Serbía sótti um aðild 2009, komst á listann 2012 og hóf aðildarviðræður 2014. Svartfjallaland sótti um aðild 2008, komst á listann 2010 og hóf viðræður 2012. Tyrkland sótti um aðild 1987, komst á listann 1999 og hóf viðræður 2005, en þær hafa gengið hægt vegna ýmislegra efasemda um ráðahaginn af beggja hálfu. Albönum, Norður-Makedónum, Serbum og Svartfellingum er mikil alvara með eftirsókn sinni eftir aðild að ESB. Við þeim blasir hversu miklu betur Eistlandi, Lettlandi og Litháen hefur vegnað að flestu leyti en hinum tólf fv. Sovétlýðveldunum sem höfnuðu Evrópu sem fyrirmynd einmitt til að geta farið sínu fram heima fyrir án tillits til lýðræðis og mannréttinda sem eru ær og kýr ESB. Suðaustur-Evrópuþjóðirnar sækjast eftir aðild að ESB ekki bara af efnahagsástæðum heldur einnig gagngert til að treysta lýðræði og mannréttindi í sessi.Lýðræði, lög og réttarbætur Tökum dæmi. Til að styrkja umsókn sína um aðild að ESB réðust Albanar með erlendri hjálp í rannsókn á dómskerfi landsins með því m.a. að fela sjálfstæðri nefnd undir eftirliti bandarískra og evrópskra dómara að meta hæfi þeirra u.þ.b. 800 dómara og saksóknara sem starfa í Albaníu. Nefndin leggur mat á starfshæfni þeirra, heiðarleika og hvort þeir hafi brotið lög (e. criminal background). Nær helmingur þeirra dómara og saksóknara sem lentu undir smásjá hefur látið af störfum m.a. vegna þess að þeir gátu ekki gert grein fyrir eignum sínum eða sýnt fram á hæfni til að gegna störfum sínum. Markmið nefndarinnar er að tryggja að dómskerfið geti starfað sjálfstætt og heiðarlega óháð þrýstingi af hálfu stjórnmálamanna og annarra sem eiga hagsmuna að gæta. Vandinn var og er ærinn. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna 2017 greindi frá spillingu í dómskerfi Albaníu og megnu vantrausti fólksins í landinu í garð dómskerfisins (70% vantraust í Albaníu á móti 53% á Íslandi). Einn kosturinn við væntanlega aðild Albaníu að ESB er að hreingerning í dómskerfi landsins er að heita má meðal inngönguskilyrðanna. Lýðræðiseinkunnin sem Freedom House gefur Albaníu nú er 6,8 borið saman við 8,7 til 9,4 í Eystrasaltslöndunum þrem og 2,0 í Rússlandi. Einkunnin sem World Justice Project, stofnun á vegum Bandaríska lögfræðingafélagsins, gefur Albaníu fyrir lög og rétt er 6,2 á móti 8,1 í Eistlandi og 4,7 í Rússlandi. Albanía notar væntanlega aðild að ESB markvisst til að snúa niður afturhalds- og glæpaöflin heima fyrir. Ég var í Albaníu 1993, tveim árum eftir fall kommúnistastjórnar Envers Hoxha sem skildi við landið í rjúkandi rúst. Húsakostur landsmanna var í reyndinni handónýtur. Rennandi vatn var sjaldséð, rafmagn var stopult og loftkæling var óþekkt þótt sumarhitinn þarna sé 35-40 gráður. Sex fjölskyldur af hverjum sjö áttu hvorki ísskáp né þvottavél. Sinfóníuhljómsveitin var fölsk því hljóðfæraleikararnir höfðu fæstir efni á gleraugum og gátu því ekki lesið nóturnar. Annað var eftir þessu. Ekkert land álfunnar var verr á vegi statt en Albanía. En Albönum tókst að snúa taflinu við. Þeir settu markið á ESB gagngert til að þurfa að fullnægja þeim kröfum sem sambandið gerir til aðildarlanda eða réttar sagt þeim tilmælum sem ESB beinir til þeirra. Það verður að segjast eins og er að ESB hefur ekki orðið vel ágengt við að uppræta spillingu í Búlgaríu, Ítalíu og Rúmeníu sem 75% til 86% heimamanna lýsa sem morandi í spillingu skv. rannsókn Gallups (Búlgaría 75%, Ítalía 86% og Rúmenía 80% á móti 67% á Íslandi). Ekki hefur ESB heldur tekizt að hemja ofríki yfirvalda í Póllandi og Ungverjalandi undangengin ár. Og ekki fórst ESB heldur vel við Grikkland í kreppunni þar. Albanar setja þó ekkert af þessu fyrir sig og það gera Norður-Makedónar, Serbar og Svartfellingar ekki heldur. Meiri hluti fólksins í þessum löndum kýs helzt að semja sig að siðum annarra Evrópuþjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stokkhólmi – Fimm lönd sem Evrópusambandið kallar umsóknarlönd (e. candidate countries) bíða þess nú að vera tekin inn í sambandið. Þau eru Albanía, Norður-Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Tyrkland. Tvö lönd enn, Bosnía og Hersegóvína og Kósóvó, bíða þess að komast á biðlistann. Öll löndin sjö eru í Suðaustur-Evrópu, sum þeirra tilheyrðu gömlu Júgóslavíu. Ísland er ekki á biðlistanum, en ESB hefur þó látið á sér skiljast að umsókn Alþingis frá 2009 sé enn í gildi tæknilega séð þótt hún hafi legið í salti frá 2013.Langur aðdragandi Samningaviðræður einstakra landa á listanum við ESB munu skera úr um hvort þau eru í stakk búin að semja sig að lögum og reglum sambandsins og hversu langan aðlögunartíma þau þurfa til að ná því marki. Albanía sótti um aðild 2009 og komst á listann 2014. Norður-Makedónía hefur verið á listanum frá 2005. Serbía sótti um aðild 2009, komst á listann 2012 og hóf aðildarviðræður 2014. Svartfjallaland sótti um aðild 2008, komst á listann 2010 og hóf viðræður 2012. Tyrkland sótti um aðild 1987, komst á listann 1999 og hóf viðræður 2005, en þær hafa gengið hægt vegna ýmislegra efasemda um ráðahaginn af beggja hálfu. Albönum, Norður-Makedónum, Serbum og Svartfellingum er mikil alvara með eftirsókn sinni eftir aðild að ESB. Við þeim blasir hversu miklu betur Eistlandi, Lettlandi og Litháen hefur vegnað að flestu leyti en hinum tólf fv. Sovétlýðveldunum sem höfnuðu Evrópu sem fyrirmynd einmitt til að geta farið sínu fram heima fyrir án tillits til lýðræðis og mannréttinda sem eru ær og kýr ESB. Suðaustur-Evrópuþjóðirnar sækjast eftir aðild að ESB ekki bara af efnahagsástæðum heldur einnig gagngert til að treysta lýðræði og mannréttindi í sessi.Lýðræði, lög og réttarbætur Tökum dæmi. Til að styrkja umsókn sína um aðild að ESB réðust Albanar með erlendri hjálp í rannsókn á dómskerfi landsins með því m.a. að fela sjálfstæðri nefnd undir eftirliti bandarískra og evrópskra dómara að meta hæfi þeirra u.þ.b. 800 dómara og saksóknara sem starfa í Albaníu. Nefndin leggur mat á starfshæfni þeirra, heiðarleika og hvort þeir hafi brotið lög (e. criminal background). Nær helmingur þeirra dómara og saksóknara sem lentu undir smásjá hefur látið af störfum m.a. vegna þess að þeir gátu ekki gert grein fyrir eignum sínum eða sýnt fram á hæfni til að gegna störfum sínum. Markmið nefndarinnar er að tryggja að dómskerfið geti starfað sjálfstætt og heiðarlega óháð þrýstingi af hálfu stjórnmálamanna og annarra sem eiga hagsmuna að gæta. Vandinn var og er ærinn. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna 2017 greindi frá spillingu í dómskerfi Albaníu og megnu vantrausti fólksins í landinu í garð dómskerfisins (70% vantraust í Albaníu á móti 53% á Íslandi). Einn kosturinn við væntanlega aðild Albaníu að ESB er að hreingerning í dómskerfi landsins er að heita má meðal inngönguskilyrðanna. Lýðræðiseinkunnin sem Freedom House gefur Albaníu nú er 6,8 borið saman við 8,7 til 9,4 í Eystrasaltslöndunum þrem og 2,0 í Rússlandi. Einkunnin sem World Justice Project, stofnun á vegum Bandaríska lögfræðingafélagsins, gefur Albaníu fyrir lög og rétt er 6,2 á móti 8,1 í Eistlandi og 4,7 í Rússlandi. Albanía notar væntanlega aðild að ESB markvisst til að snúa niður afturhalds- og glæpaöflin heima fyrir. Ég var í Albaníu 1993, tveim árum eftir fall kommúnistastjórnar Envers Hoxha sem skildi við landið í rjúkandi rúst. Húsakostur landsmanna var í reyndinni handónýtur. Rennandi vatn var sjaldséð, rafmagn var stopult og loftkæling var óþekkt þótt sumarhitinn þarna sé 35-40 gráður. Sex fjölskyldur af hverjum sjö áttu hvorki ísskáp né þvottavél. Sinfóníuhljómsveitin var fölsk því hljóðfæraleikararnir höfðu fæstir efni á gleraugum og gátu því ekki lesið nóturnar. Annað var eftir þessu. Ekkert land álfunnar var verr á vegi statt en Albanía. En Albönum tókst að snúa taflinu við. Þeir settu markið á ESB gagngert til að þurfa að fullnægja þeim kröfum sem sambandið gerir til aðildarlanda eða réttar sagt þeim tilmælum sem ESB beinir til þeirra. Það verður að segjast eins og er að ESB hefur ekki orðið vel ágengt við að uppræta spillingu í Búlgaríu, Ítalíu og Rúmeníu sem 75% til 86% heimamanna lýsa sem morandi í spillingu skv. rannsókn Gallups (Búlgaría 75%, Ítalía 86% og Rúmenía 80% á móti 67% á Íslandi). Ekki hefur ESB heldur tekizt að hemja ofríki yfirvalda í Póllandi og Ungverjalandi undangengin ár. Og ekki fórst ESB heldur vel við Grikkland í kreppunni þar. Albanar setja þó ekkert af þessu fyrir sig og það gera Norður-Makedónar, Serbar og Svartfellingar ekki heldur. Meiri hluti fólksins í þessum löndum kýs helzt að semja sig að siðum annarra Evrópuþjóða.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar