Norska ríkisstjórnin hefur heitið 35 milljónum norskra króna, um 490 milljónum íslenskra króna, til bygginga á nýju víkingasafni á Bygdøy, vestur af höfuðborginni Ósló. Lengi hefur verið fjallað um bága aðstöðu safnsins og að víkingaskipin þar liggi undur skemmdum.
„Nú getum við tryggt og passað upp á skipin og safnmuni til framtíðar. Þetta er okkar menningararfur og hann eigum við að passa upp á,“ segir Iselin Nybø, ráðherra rannsókna og æðri menntunar.
Í núverandi Víkingasafninu á Bygdøy, sem reist var árið 1913, er að finna gömul víkingaskip sem hafa verið grafin upp frá ólíkum stöðum í Noregi.
Áætlað er að kostnaður við nýbyggingar og endurbætur á safninu muni í heildina kosta um 2,5 milljarð íslenskra króna. Fjárveiting norsku ríkisstjórnarinnar nú sé hins vegar næg til að koma verkinu af stað.

