Segir það „slæmt þegar lífsnauðsynlegt lyf fæst ekki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2019 19:30 Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt. Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi undanfarin misseri. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands frá því í gær að á hverjum tíma skorti 70-80 lyf. Ef lyf er ekki til og ekki heldur skráð samheitalyf er lokaúrræðið að fá undanþágulyf sem hefur þá ekki verið skráð hjá Lyfjastofnun.Læknir þarf að skrifa uppá slíkt og er um leið ábyrgur fyrir aukaverkunum þeirra sem Læknafélag Íslands telur óeðlilegt.Gríðarleg óþægindi Geir Ólafsson söngvari er einn þeirra sem þarf nauðsynlega á lyfi að halda og það getur reynst hættulegt ef hann fær það ekki mjög reglulega. Í sumar fór hann í ferð með fjölskyldunni út á land og ætlaði að sækja lyfið í apótek í Borgarnesi. „Éghef nokkrum sinnum lent í að lyfið hefur ekki verið til og þá hefur þurft að sækja um undanþágulyf sem er bæði tímafrekt og óþægilegt en þetta var versta tilfellið. Þá var ég staddur úti á landi og þurfti nauðsynlega á lyfinu að halda og fór í apótek en lyfseðillinn er í lyfjagáttinni. Þar kom hins vegar í ljós að lyfið var ekki til og ekki heldur samheitarlyfið. Mér var tjáð að ég þyrfti að fá nýjan lyfseðil hjá lækni fyrir undanþágulyfi sem hefur sömu verkun. Það var því ekki um annað að ræða en að kveðja fjölskylduna úti á landi og ég húkkaði mér far í bæinn til að redda lyfinu. Á leiðinni þangað fann ég fyrir því líkamlega að lyfið skorti og þetta tók á andlega þannig að þetta var gríðarlega óþægilegt,“ segir Geir. Við tók svo nýtt ferli í Reykjavík. „Þar hafði ég samband við lækninn minn til að fá undanþágulyf og í áframhaldinu upphófst leit að finna rétt lyf í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska ekki neinum að lenda í þessu því þetta er mjög óþægilegt. Við eigum að gera þær kröfur í landi eins og Íslandi að svona staða komi ekki upp hjá fólki,“ segir Geir. Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að einfalda ferlið fyrir undanþágulyf.Þarf að einfalda kerfið í kringum undanþágulyf Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg, „Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur. Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum. „Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt. Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi undanfarin misseri. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands frá því í gær að á hverjum tíma skorti 70-80 lyf. Ef lyf er ekki til og ekki heldur skráð samheitalyf er lokaúrræðið að fá undanþágulyf sem hefur þá ekki verið skráð hjá Lyfjastofnun.Læknir þarf að skrifa uppá slíkt og er um leið ábyrgur fyrir aukaverkunum þeirra sem Læknafélag Íslands telur óeðlilegt.Gríðarleg óþægindi Geir Ólafsson söngvari er einn þeirra sem þarf nauðsynlega á lyfi að halda og það getur reynst hættulegt ef hann fær það ekki mjög reglulega. Í sumar fór hann í ferð með fjölskyldunni út á land og ætlaði að sækja lyfið í apótek í Borgarnesi. „Éghef nokkrum sinnum lent í að lyfið hefur ekki verið til og þá hefur þurft að sækja um undanþágulyf sem er bæði tímafrekt og óþægilegt en þetta var versta tilfellið. Þá var ég staddur úti á landi og þurfti nauðsynlega á lyfinu að halda og fór í apótek en lyfseðillinn er í lyfjagáttinni. Þar kom hins vegar í ljós að lyfið var ekki til og ekki heldur samheitarlyfið. Mér var tjáð að ég þyrfti að fá nýjan lyfseðil hjá lækni fyrir undanþágulyfi sem hefur sömu verkun. Það var því ekki um annað að ræða en að kveðja fjölskylduna úti á landi og ég húkkaði mér far í bæinn til að redda lyfinu. Á leiðinni þangað fann ég fyrir því líkamlega að lyfið skorti og þetta tók á andlega þannig að þetta var gríðarlega óþægilegt,“ segir Geir. Við tók svo nýtt ferli í Reykjavík. „Þar hafði ég samband við lækninn minn til að fá undanþágulyf og í áframhaldinu upphófst leit að finna rétt lyf í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska ekki neinum að lenda í þessu því þetta er mjög óþægilegt. Við eigum að gera þær kröfur í landi eins og Íslandi að svona staða komi ekki upp hjá fólki,“ segir Geir. Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að einfalda ferlið fyrir undanþágulyf.Þarf að einfalda kerfið í kringum undanþágulyf Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg, „Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur. Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum. „Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira