Ungstirnið Fati skoraði og lagði upp í sigri Barcelona á Valencia

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fati, sem er fæddur árið 2002, hefur heldur betur stimplað sig inn hjá Barcelona.
Fati, sem er fæddur árið 2002, hefur heldur betur stimplað sig inn hjá Barcelona. vísir/getty
Hinn 16 ára Ansu Fati skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-2 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Stákurinn kom Börsungum yfir strax á 2. mínútu. Fimm mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Frenkie de Jong sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona.

Kevin Gameiro minnkaði muninn á 27. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik, heimamönnum í vil.

Gerard Pique kom Barcelona í 3-1 á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Luis Suárez fjórða mark Börsunga, þá nýkominn inn á sem varamaður.

Suárez skoraði svo aftur á 82. mínútu. Þetta var fyrsti leikur úrúgvæska framherjans með Barcelona síðan 16. ágúst.

Maximiliano Gomez minnkaði muninn í 5-2 í uppbótartíma. Þetta var fyrsti leikur Valencia undir stjórn Alberts Celades sem tók við eftir að Marcellino var óvænt sagt upp störfum í vikunni.

Barcelona er í 4. sæti deildarinnar með sjö stig, tveimur stigum á eftir toppliði Atlético Madrid sem tapaði, 2-0, fyrir Real Sociedad fyrr í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira