Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2019 18:30 Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira