Ingimar Azzad Torossian hefur alla tíð elskað teiknimyndir, sérstaklega Mikka mús. Fyrir fjórum árum byrjaði hann að safna fyrir ferð í Disney land í Flórída með systur sinni. Í ár ætlar hann sér að láta drauminn rætast í tilefni þess að hann á þrítugsafmæli.
Hann segist vera mjög spenntur fyrir garðinum sjálfum, Universal Studios og McDonald‘s.
Ferðin kostar mann í hans sporum mun meira en flesta aðra þar sem hann þarf að hafa með sér tvo aðstoðarmenn. Fyrir þá þarf hann að kosta flug, gistingu, miða í garðinn og uppihald.
Ingimar er mikill listamaður og til þess að létta róðurinn ákvað hann að selja eftirprentanir af mynd sem hann málaði af Charlie Chaplin og selja í gegn um Facebook.
Aðstoðarmaður Ingimars bendir á að kostnaður vegna aðstoðarmanna einhverfra sé oft mikið vandamál. Ingimar þurfi alltaf að borga fyrir tvo.
„Fyrir fólk á öryrkjalaunum að þurfa að borga alltaf tvöfalt. Það er hvergi komið til móts við þennan hóp,“ segir Sigsteinn Sigurbergsson, aðstoðarmaður Ingimars.
„Þetta er sá hópur sem hefur hvað minnst á milli handanna. Þá er mjög leiðinlegt að horfa á að einstaklingar í þessum hópi þurfi að safna fyrir sig og kannski tvo aðra til að komast í bíó,“ segir Siranoush María Torossia.
Þau segja að það sé stór hópur í sömu sporum. Allir eigi að fá að taka þátt í samfélaginu. „Það er enginn sem gefur frítt fyrir aðstoðarmenn nema sundlaugarnar og húsdýragarðurinn. Við erum komnir með leið á því,“ Sigsteinn.
Hér má sjá Facebooksíðu sem stofnuð var í kringum væntanlegt ferðalag Ingimars.
Ætlar að láta drauminn um Disneyland rætast á þrítugsafmælinu
Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent