Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. september 2019 06:00 Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03
Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45