Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2019 10:07 Líkamsleifar Franco hafa hvílt í Dal hinna föllnu, norður af Madríd. Getty Hæstiréttur Spánar hefur dæmt að líkamsleifar herforingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra Spánar, skuli grafnar upp. BBC segir frá þessu, en dómurinn féll í morgun. Úrskurðurinn styður við áform vinstri stjórnar landsins um að flytja líkamsleifar Franco úr ríkisfjármögnuðu grafhýsi í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos), skammt frá höfuðborginni Madríd, og á annan stað, Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitnum, þar sem eiginkona Franco hvílir. Hæstiréttur Spánar hafnaði með þessu áfrýjun fjölskyldu Franco sem var andsnúin fyrirhuguðum flutningi.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.GettyLíkamsleifar 33 þúsund manna Stjórn Sósíalista hefur lagt mikla áherslu á flutning líkamsleifanna og er það liður í áætlun þeirra að gera Dal hinna föllnu að stað þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar 33 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan. Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959. Hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Spánn Tengdar fréttir Spánverjar ætla að grafa upp líkið af einræðisherranum Franco TIl stendur að færa líkið og breyta grafhýsinu þar sem einræðisherrann liggur grafinn í minnisvarða um fórnarlömb borgarstríðsins á Spáni. 15. mars 2019 16:46 Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur dæmt að líkamsleifar herforingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra Spánar, skuli grafnar upp. BBC segir frá þessu, en dómurinn féll í morgun. Úrskurðurinn styður við áform vinstri stjórnar landsins um að flytja líkamsleifar Franco úr ríkisfjármögnuðu grafhýsi í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos), skammt frá höfuðborginni Madríd, og á annan stað, Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitnum, þar sem eiginkona Franco hvílir. Hæstiréttur Spánar hafnaði með þessu áfrýjun fjölskyldu Franco sem var andsnúin fyrirhuguðum flutningi.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.GettyLíkamsleifar 33 þúsund manna Stjórn Sósíalista hefur lagt mikla áherslu á flutning líkamsleifanna og er það liður í áætlun þeirra að gera Dal hinna föllnu að stað þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar 33 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan. Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959. Hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.
Spánn Tengdar fréttir Spánverjar ætla að grafa upp líkið af einræðisherranum Franco TIl stendur að færa líkið og breyta grafhýsinu þar sem einræðisherrann liggur grafinn í minnisvarða um fórnarlömb borgarstríðsins á Spáni. 15. mars 2019 16:46 Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Spánverjar ætla að grafa upp líkið af einræðisherranum Franco TIl stendur að færa líkið og breyta grafhýsinu þar sem einræðisherrann liggur grafinn í minnisvarða um fórnarlömb borgarstríðsins á Spáni. 15. mars 2019 16:46
Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22