Sunnlendingar fá nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 12:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sem mætti nýlega á fund á Selfossi til að ræða Heilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030. Hún svaraði nokkrum spurningum á fundinum, m.a. um stöðu hjúkrunarheimila í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Tilboð um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi verða opnuð á þriðjudaginn en á nýja heimilinu verður pláss fyrir sextíu manns. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um þrír milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. Sunnlendingar hafa beðið í nokkur ár eftir því að framkvæmdir hefjist við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi, ekki síst eftir að hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri og dvalarheimilinu á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi var lokað. Nú eru 65 að bíða á Suðurlandi eftir að komast á hjúkrunarheimili. Til stóð að bjóða út byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Selfossi í byrjun sumars en það frestaðist en nú er loksins búið að bjóða verkið út og verða tilboð í það opnuð þriðjudaginn 24. September hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Nýja heimilið mun rísa á austurhelmingi lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg. Hjúkrunarheimilið verður með 60 hjúkrunarrýmum, sem verða allt einkarými. Húsið verður hringlaga byggingu á tveimur hæðum, með inngarði í miðju hringsins. Tvö stiga- og lyftuhús verða í byggingunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að bið eftir að komast inn á hjúkrunarheimili á Íslandi sé óásættanleg. „Það er þó sennilega skást á Vesturlandi akkúrat núna en við höfum þann háttinn á við miðum við heilan landshluta í þessu mati. Þá er sá sem býr í Reykhólasveit og á Akranesi á sama listanum. Þetta er sýn sem er verið að slípa frá einum mánuði til annars í ráðuneytinu“, segir Svandís. Frá fundinum á Selfossi þar sem ráðherra og fleiri frummælendur tóku þátt.Magnús HlynurSvandís segir að ríkið geti ekki komið á móts við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar bara með því að byggja fleiri hjúkrunarrými, það mun ekki verða lausnin. „Hins vegar erum við núna með stórátak í að fjölga hjúkrunarrýmum enda erum við með fleiri hundruð hjúkrunarrými á teikniborðinu á landinu öllu, það er áætlunin, en til hliðar verðum við að auka sveigjanlega dagdvöl, aukna heimahjúkrun og aukna heimaþjónustu. Við getum ekki haldið áfram þessari gömlu nálgun, sem að við höfum haft og þannig getum við í raun og veru verið með persónulegri þjónustu, ódýrari þjónustu og betri þjónustu, sem miða við það að hún vex stig af stigi eftir því sem einstaklingurinn þarf meira á henni að halda en er ekki bara búmm, nú ert þú komin á hjúkrunarheimili. Þannig að þetta snýst líka um breytta hugmyndafræði“, segir heilbrigðisráðherra.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent