Hátt í fjörutíu mótmælendur, sem kenndir hafa verið við gul vesti, hafa verið handteknir í París í dag en þar söfnuðust saman nokkur hundruð mótmælendur. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.
Mikill viðbúnaður var vegna þess að miklar áhyggjur voru yfir því að átök myndu brjótast út á milli gulra vesta og þeirra sem mættir voru á loftslagsverkfall.
Stærstur hluti mótmælenda voru ekki klæddir í vestin gulu, sem eru einkennismerki þeirra, til þess að ekki yrði tekið eftir þeim.
Lögreglan beitti táragasi til að brjóta upp mótmælin, en hún hefur áður verið ásökuð um mikla hörku í aðgerðum gegn gulu vestunum.
Gul vesta mótmælin hófust í nóvember á síðasta árið vegna hækkandi olíuverðs sem varð svo að vikulegum mótmælum fram á vor. Mótmælendur sökuðu Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um að vera utanveltu og urðu oft ofbeldisfullir.
Í kjölfar mótmælanna tilkynnti Macron fyrirhugaðar skattalækkanir og breytingar á stjórnskipun ríkisins svo það yrði ekki jafn miðstýrt.
Einn mótmælendanna sagði í samtali við franska miðilinn Le Monde í dag að mótmælunum væri haldið áfram vegna „óréttlætis“ en sagði að mótmælendur hræddust slæmt orðspor gulu vestanna.
„Ég er ekki óþokki,“ sagði mótmælandinn.
Á föstudag sagði Macron að það væri jákvætt að fólk deildi sínum skoðunum en bað mótmælendur að vera friðsamlega.
Hátt í fjörutíu mótmælendur handteknir í París

Tengdar fréttir

Vinsældir Macron þokast upp en gulu vestanna niður
Þó að staða Frakklandsforseta sé ekki góð hefur hún batnað nokkuð frá því að mótmæli gulu vestanna stóðu sem hæst.

Almenningsálit snýst gegn mótmælum gulu vestanna
Meirihluti telur að þeir sem mótmæla ennþá geri það ekki í nafni upphaflegra baráttumála þeirra og vill að vikulegir mótmælafundir hætti.

Gul vesti voru áberandi í svokallaðri hungurgöngu
Gul vesti voru áberandi á Austurvelli í dag þar sem svokölluð hungurganga fór fram.