Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 20. september 2019 22:30 Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45