Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2019 21:30 Donald Trump og William Barr. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Aðgangur að eftirriti samtals þeirra var takmarkaður verulega svo eingöngu nánustu aðstoðarmenn forsetans höfðu aðgang að því. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum sínum innan ríkisstjórnar Trump.Málið svipar verulega til þess þegar Trump þrýsti á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Það símtal og uppljóstrarakvörtun vegna þess leiddi til þess að Demókratar ákváðu að hefja formlegt ákæruferli á hendur Trump.Sjá einnig: Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og SádaSamkvæmt NYTimes hringdi Trump sérstaklega í Morrison til þess að ræða við hann um Rússarannsókn Robert Mueller, og það eftir að William Barr, dómsmálaráðherra, bað hann um það. Washington Post segir Barr hafa verið á ferð og flugi um heiminn að undanförnu. Hann hafi beðið fjölda háttsetta starfsmenn erlendra leyniþjónusta um að hjálpa Dómsmálaráðuneytinu við rannsókn þeirra á Rússarannsókninni.Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu.AP/John MinchilloRannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 hófst eftir að ástralskir embættismenn sögðu útsendurum stofnunarinnar frá því að George Papadopoulos, starfsmaður framboðs Trump, sagði einum þeirra að yfirvöld Rússlands sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, þáverandi mótframbjóðanda Trump. Það gerðist áður en opinbert varð að Rússar hefðu gert tölvuárás á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins og stolið tölvupóstum þaðan. Papadopoulos sagðist hafa heyrt það frá prófessornum Joseph Mifsud, sem er nú horfinn. Bandamenn Trump og þar er meðtalinn Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, hafa haldið því fram að leyniþjónustur vestrænna ríkja hafi fengið Mifsud til að leiða Papadopoulos í gildru.Hóf rannsókn á rannsókn Barr, sem hefur verið sakaður um að haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra, hóf fyrr á þessu ári rannsókn á Rússarannsókninni, þátt annarra ríkja að henni og því hvort bandarískir löggæsluaðilar eða starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem komu að henni hafi brotið af sér við upphaf rannsóknarinnar á afskiptum Rússa og hvort að framboð Rússa hafi starfað með þeim.Sjá einnig: Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnarMueller og rannsakendur hans komust að þeirri niðurstöðu að ekkert glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa en hinsvegar hafi verið ljóst að framboð Trump hafi tekið afskiptum Rússa fagnandi. Trump hefur gefið í skyn að hann sjái rannsókn Barr sem tækifæri til að ná sér niður á óvinum sínum. Í mái sagðist hann vilja að Barr tæki Bretland sérstaklega fyrir í rannsókn sinni og Ástralíu og Úkraínu sömuleiðis. Barr skipaði John H. Durham sem yfirmann rannsóknarrannsóknarinnar en heimildarmenn NYT segja Barr taka virkan þátt í henni. Það hefur valdið áhyggjum um að Trump hafi skipað Barr að nýta löggæslustofnanir Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi.Þátttaka Barr þykir undarleg Til marks um það segir Washington Post að Barr hafi að undanförnu rætt við embættismenn og starfsmenn erlendra leyniþjónusta um aðstoð við rannsóknina. Hann hafi beðið fjölda háttsetta starfsmenn erlendra leyniþjónusta um að hjálpa Dómsmálaráðuneytinu við rannsókn þeirra á Rússarannsókninni. Meðal annars hefur hann farið til Bretlands og Ítalíu og beðið um aðstoð. Sum sé, að hann hafi beðið erlenda aðila um að rannsaka FBI og leyniþjónustur Bandaríkjanna. Demókratar munu líklega segja þetta til marks um að Trump sé að nota vald sitt til að herja á andstæðinga sína. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins sem blaðamenn ræddu við segjast pirraðir yfir því að ráðherrann sé að taka svo virkan þátt í rannsókn sem byggir á samsæriskenningu og innihaldslausum ásökunum. Trump hefur þó gert það að ákveðnu herópi sínu og stuðningsmanna sinna að rannsaka rannsakendurna, ef svo má að orði komast. Hann vill grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum, með því markmiði að hjálpa Trump að verða forseti. Það að Barr taki þennan þátt í rannsókninni sýni að yfirlýsingar um fagmennsku og ópólitíska rannsókn hafi verið marklausar, segir David Laufman, fyrrverandi starfsmaður ráðuneytisins sem kom að Rússarannsókninni í upphafi hennar. Ástralía Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 „Okkar hlutverk að sigra Donald Trump“ Biden sótti hart að Trump í ræðu sem hann flutti stuðningsmönnum sínum í gær. 28. september 2019 20:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Aðgangur að eftirriti samtals þeirra var takmarkaður verulega svo eingöngu nánustu aðstoðarmenn forsetans höfðu aðgang að því. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum sínum innan ríkisstjórnar Trump.Málið svipar verulega til þess þegar Trump þrýsti á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Það símtal og uppljóstrarakvörtun vegna þess leiddi til þess að Demókratar ákváðu að hefja formlegt ákæruferli á hendur Trump.Sjá einnig: Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og SádaSamkvæmt NYTimes hringdi Trump sérstaklega í Morrison til þess að ræða við hann um Rússarannsókn Robert Mueller, og það eftir að William Barr, dómsmálaráðherra, bað hann um það. Washington Post segir Barr hafa verið á ferð og flugi um heiminn að undanförnu. Hann hafi beðið fjölda háttsetta starfsmenn erlendra leyniþjónusta um að hjálpa Dómsmálaráðuneytinu við rannsókn þeirra á Rússarannsókninni.Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu.AP/John MinchilloRannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 hófst eftir að ástralskir embættismenn sögðu útsendurum stofnunarinnar frá því að George Papadopoulos, starfsmaður framboðs Trump, sagði einum þeirra að yfirvöld Rússlands sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, þáverandi mótframbjóðanda Trump. Það gerðist áður en opinbert varð að Rússar hefðu gert tölvuárás á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins og stolið tölvupóstum þaðan. Papadopoulos sagðist hafa heyrt það frá prófessornum Joseph Mifsud, sem er nú horfinn. Bandamenn Trump og þar er meðtalinn Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, hafa haldið því fram að leyniþjónustur vestrænna ríkja hafi fengið Mifsud til að leiða Papadopoulos í gildru.Hóf rannsókn á rannsókn Barr, sem hefur verið sakaður um að haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra, hóf fyrr á þessu ári rannsókn á Rússarannsókninni, þátt annarra ríkja að henni og því hvort bandarískir löggæsluaðilar eða starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem komu að henni hafi brotið af sér við upphaf rannsóknarinnar á afskiptum Rússa og hvort að framboð Rússa hafi starfað með þeim.Sjá einnig: Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnarMueller og rannsakendur hans komust að þeirri niðurstöðu að ekkert glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa en hinsvegar hafi verið ljóst að framboð Trump hafi tekið afskiptum Rússa fagnandi. Trump hefur gefið í skyn að hann sjái rannsókn Barr sem tækifæri til að ná sér niður á óvinum sínum. Í mái sagðist hann vilja að Barr tæki Bretland sérstaklega fyrir í rannsókn sinni og Ástralíu og Úkraínu sömuleiðis. Barr skipaði John H. Durham sem yfirmann rannsóknarrannsóknarinnar en heimildarmenn NYT segja Barr taka virkan þátt í henni. Það hefur valdið áhyggjum um að Trump hafi skipað Barr að nýta löggæslustofnanir Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi.Þátttaka Barr þykir undarleg Til marks um það segir Washington Post að Barr hafi að undanförnu rætt við embættismenn og starfsmenn erlendra leyniþjónusta um aðstoð við rannsóknina. Hann hafi beðið fjölda háttsetta starfsmenn erlendra leyniþjónusta um að hjálpa Dómsmálaráðuneytinu við rannsókn þeirra á Rússarannsókninni. Meðal annars hefur hann farið til Bretlands og Ítalíu og beðið um aðstoð. Sum sé, að hann hafi beðið erlenda aðila um að rannsaka FBI og leyniþjónustur Bandaríkjanna. Demókratar munu líklega segja þetta til marks um að Trump sé að nota vald sitt til að herja á andstæðinga sína. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins sem blaðamenn ræddu við segjast pirraðir yfir því að ráðherrann sé að taka svo virkan þátt í rannsókn sem byggir á samsæriskenningu og innihaldslausum ásökunum. Trump hefur þó gert það að ákveðnu herópi sínu og stuðningsmanna sinna að rannsaka rannsakendurna, ef svo má að orði komast. Hann vill grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum, með því markmiði að hjálpa Trump að verða forseti. Það að Barr taki þennan þátt í rannsókninni sýni að yfirlýsingar um fagmennsku og ópólitíska rannsókn hafi verið marklausar, segir David Laufman, fyrrverandi starfsmaður ráðuneytisins sem kom að Rússarannsókninni í upphafi hennar.
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 „Okkar hlutverk að sigra Donald Trump“ Biden sótti hart að Trump í ræðu sem hann flutti stuðningsmönnum sínum í gær. 28. september 2019 20:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00
„Okkar hlutverk að sigra Donald Trump“ Biden sótti hart að Trump í ræðu sem hann flutti stuðningsmönnum sínum í gær. 28. september 2019 20:15