Erlent

Bein út­sending: Hver hlýtur Nóbels­verð­launin í eðlis­fræði?

Atli Ísleifsson skrifar
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði hafa verið afhent frá árinu 1901.
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði hafa verið afhent frá árinu 1901. vísir/getty
Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:45 að íslenskum tíma.

Bandarísku vísindamaðurinn Arthur Ashkin og Frakkinn Gérard Mourou og Kanadamaðurinn Donna Strickland hlutu Nóbelsverðlaunin í greininni á síðasta ár fyrir uppgötvanir á sviði eðlisfræði leisa.

Greint var frá því í gær að þrír vísindamenn – þeir William G. Kaelin yngri frá Harvard-háskóla, Peter J. Ratcliffe frá Francis Crick-stofnuninni í London og Gregg L. Semenza frá Johns Hopkins-háskóla – deili Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir rannsóknar sínar á hvernig frumur nemi og lagi sig að framboði á súrefni.

Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum að neðan. Útsendingin hefst klukkan 9:30 og fundurinn fimmtán mínútum síðar.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×