Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. október 2019 19:15 Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48
Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48
Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53