Depurð íslenskra ungmenna aukist um þriðjung Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. október 2019 18:45 Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent