Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga og telur Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að iðgjöld gætu hækkað fyrir vikið. Hann fer fram á rannsókn á málinu, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum heimsækjum við líka Akranes þar sem þungt hljóð er í fólki eftir uppsagnir fiskvinnslunnar Ísfisks í gær.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×