Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 17:41 Guyger í dómshúsinu í Dallas í síðustu viku. AP/Tom Fox Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars. Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27
Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent