Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í spilaranum að neðan en hann hefst klukkan 12 og stendur til 13:30.
Fundurinn er liður í nýrri viðburðaröð HÍ um helstu áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Er hún unnin í samvinnu við Stjórnarráð Íslands.
„Á fyrsta fundinum mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjalla um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir íslenskt og alþjóðlegt samfélag. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mun fjalla um hvernig Háskóli Íslands hyggst nýta heimsmarkmiðin í starfi sínu og stefnumótun.
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum, og Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, munu beina sjónum að heilsu og vellíðan sem eru eitt af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.“