Biles í sérflokki í fimleikasögunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. október 2019 16:15 Simone Biles er einn ótrúlegasti íþróttamaður heims vísir/getty Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“ Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira