Píratar skila sérbókun um samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 18:08 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. fréttablaðið/eyþór Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira