Píratar skila sérbókun um samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 18:08 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. fréttablaðið/eyþór Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira