Lýðræðið og skipulagið Stefán Benediktsson skrifar 15. október 2019 09:30 Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Landspítalinn Reykjavík Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar