Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 20. september 2025 11:00 Nýverið kynnti ég hugmyndir um að styrkja framhaldsskólakerfið okkar. Þær byggja á þeirri hugmynd að við getum gert betur, bæði faglega og félagslega, fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta snýst um að efla stuðning við alla framhaldsskóla landsins, ekki síst þá minni. Jafnframt er lögð áhersla á að veita nemendum aukinn námslegan og félagslegan stuðning, til dæmis með frekari náms- og starfsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og annarri sérfræðiþjónustu. Því í skóla skiptir ekki aðeins máli hvað við lærum, heldur líka hvernig okkur líður þar. ·Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki verið að sameina skóla né er þetta skref í þá átt. ·Allir framhaldsskólar halda sínum sérkennum, nafni, sérstöðu og sínum eigin skólastjóra. ·Allir kennarar halda áfram að kenna og samfélagið í kringum skólana byggir áfram á hinum öfluga mannauði sem þar er. ·Þetta eru alls ekki hagræðingarhugmyndir heldur hugmyndir um að veita öflugri þjónustu og byggja upp stoðkerfi utan um framhaldsskólastigið. Þetta eru m.a. hugmyndir sem hafa heyrst frá skólasamfélaginu sjálfu í því mikla samráði sem við mennta- og barnamálaráðuneytið áttum við skólasamfélagið í tengslum við uppbyggingu skólaþjónustu á öllum skólastigum. Af hverju núna? Framhaldsskólakerfið stendur frammi fyrir mörgum verkefnum. Hlutfall ungmenna sem fara í framhaldsskóla er nú allt að 99%, sem er talsverð breyting frá því sem var og því ber að fagna. Á sama tíma hefur fjöldi barna í viðkvæmri stöðu aukist og þörf fyrir fjölbreytta þjónustu margfaldast. Framhaldsskólar landsins eru mjög fjölbreyttir og þar fer fram stórkostlegt starf á degi hverjum. Framhaldsskólakerfið, þá er ég að tala um þann stuðning sem við erum að veita skólunum, hefur ekki þróast í takt við þarfirnar og þetta veldur því að nemendur njóta mismunandi stuðnings og námsframboðs eftir því hvar þeir eru í námi. Við viljum snúa þessari þróun við. Það er tímabært að styrkja þetta mikilvæga skólastig. Við þurfum að efla þjónustu, auka gæði, stytta boðleiðir og byggja stoðkerfi utan um framhaldsskólana. Við viljum skapa kennurum betri tækifæri til starfsþróunar og skólastjórnendum færi á að einbeita sér að því sem skiptir mestu máli sem er fagleg leiðsögn og eflingu skólastarfsins. Við viljum gera góða skóla enn betri. Styrkjum landsbyggðirnar Ég vil sérstaklega árétta að markmið breytinganna er ekki að fækka störfum eða hagræða heldur að bæta þjónustuna. Með nýju fyrirkomulagi skapast aukin tækifæri til starfsþróunar og sérhæfingar. Við getum haldið úti fjölbreyttari sérfræðiþjónustu en áður og staðið betur við þær skyldur sem ríkið hefur gagnvart börnum og ungmennum. Það er lykilatriði að störfin haldist innan kerfisins og verði nær skólunum. Þannig styrkjum við svæðin, skólastjórnendur og starfsfólkið sjálft. Ég sé þetta sem tækifæri til að styrkja faglegt starf út á landi og þar af leiðandi hagsmuni landsbyggðanna. Samhliða því ætlum við að halda áfram að styrkja iðn- og verknám og ráðast í stórfellda uppbyggingu á verknámshúsnæði um allt land. Af hverju þessi leið en ekki sameiningar? Hugmyndin tryggir að allir opinberu framhaldsskólarnir, 27 talsins, halda nafni sínu og sérstöðu. Með því að sameina stjórnsýslu og færa til dæmis hluta af rekstrar- og mannauðsmálum til svæðisskrifstofa fá skólarnir betri þjónustu og betri stjórnsýslu. Skólastjórnendur fá þá meira svigrúm til að einbeita sér að faglegu starfi, nemendur fá jöfnuð í þjónustu óháð búsetu og boðleiðir styttast. Þetta er leið til að tryggja að minni skólar, sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri sérfræðiþjónustu, geti sinnt verkefnum sínum eins og þeir vilja gera. Með svæðisbundinni þjónustu nýtum við mannauðinn betur, byggjum upp sérþekkingu á staðbundnu umhverfi og stöndum við bakið á öllum framhaldsskólum landsins. Samtal og samráð framundan Þetta eru hins vegar hugmyndir sem þarfnast samtals. Ég legg mikla áherslu á að hlusta á sjónarmið skólasamfélagsins. Því hefst nú víðtækt samráð. Ég vona að skólasamfélagið skoði þessar hugmyndir með opnum huga og bæti þær. Ég vona að fólk fari ekki að skjóta í kaf á fyrstu dögum samráðs, hugmyndir sem hafa það meginmarkmið að bæta þjónustu gagnvart framhaldsskólum og nemendum á öllu landinu. Auðvitað vakna áhyggjur af tilteknum svæðum og mun ég að sjálfsögðu taka tillit til þeirra. Ég mun heimsækja á næstunni alla framhaldsskóla landsins, funda með starfsfólki og hlusta á raddir þeirra sem vinna dag hvern að menntun og farsæld ungs fólks. Ég mun líka hitta nemendur og hlusta á raddir þeirra enda eru breytingarnar gerðar fyrir þá. Þá vil ég vera í þéttu samstarfi við forsvarsfólk lykilstétta skólafólks. Markmiðið er skýrt. Að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, stuðning og tækifæri, óháð því hvar þeir búa. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti ég hugmyndir um að styrkja framhaldsskólakerfið okkar. Þær byggja á þeirri hugmynd að við getum gert betur, bæði faglega og félagslega, fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta snýst um að efla stuðning við alla framhaldsskóla landsins, ekki síst þá minni. Jafnframt er lögð áhersla á að veita nemendum aukinn námslegan og félagslegan stuðning, til dæmis með frekari náms- og starfsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og annarri sérfræðiþjónustu. Því í skóla skiptir ekki aðeins máli hvað við lærum, heldur líka hvernig okkur líður þar. ·Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki verið að sameina skóla né er þetta skref í þá átt. ·Allir framhaldsskólar halda sínum sérkennum, nafni, sérstöðu og sínum eigin skólastjóra. ·Allir kennarar halda áfram að kenna og samfélagið í kringum skólana byggir áfram á hinum öfluga mannauði sem þar er. ·Þetta eru alls ekki hagræðingarhugmyndir heldur hugmyndir um að veita öflugri þjónustu og byggja upp stoðkerfi utan um framhaldsskólastigið. Þetta eru m.a. hugmyndir sem hafa heyrst frá skólasamfélaginu sjálfu í því mikla samráði sem við mennta- og barnamálaráðuneytið áttum við skólasamfélagið í tengslum við uppbyggingu skólaþjónustu á öllum skólastigum. Af hverju núna? Framhaldsskólakerfið stendur frammi fyrir mörgum verkefnum. Hlutfall ungmenna sem fara í framhaldsskóla er nú allt að 99%, sem er talsverð breyting frá því sem var og því ber að fagna. Á sama tíma hefur fjöldi barna í viðkvæmri stöðu aukist og þörf fyrir fjölbreytta þjónustu margfaldast. Framhaldsskólar landsins eru mjög fjölbreyttir og þar fer fram stórkostlegt starf á degi hverjum. Framhaldsskólakerfið, þá er ég að tala um þann stuðning sem við erum að veita skólunum, hefur ekki þróast í takt við þarfirnar og þetta veldur því að nemendur njóta mismunandi stuðnings og námsframboðs eftir því hvar þeir eru í námi. Við viljum snúa þessari þróun við. Það er tímabært að styrkja þetta mikilvæga skólastig. Við þurfum að efla þjónustu, auka gæði, stytta boðleiðir og byggja stoðkerfi utan um framhaldsskólana. Við viljum skapa kennurum betri tækifæri til starfsþróunar og skólastjórnendum færi á að einbeita sér að því sem skiptir mestu máli sem er fagleg leiðsögn og eflingu skólastarfsins. Við viljum gera góða skóla enn betri. Styrkjum landsbyggðirnar Ég vil sérstaklega árétta að markmið breytinganna er ekki að fækka störfum eða hagræða heldur að bæta þjónustuna. Með nýju fyrirkomulagi skapast aukin tækifæri til starfsþróunar og sérhæfingar. Við getum haldið úti fjölbreyttari sérfræðiþjónustu en áður og staðið betur við þær skyldur sem ríkið hefur gagnvart börnum og ungmennum. Það er lykilatriði að störfin haldist innan kerfisins og verði nær skólunum. Þannig styrkjum við svæðin, skólastjórnendur og starfsfólkið sjálft. Ég sé þetta sem tækifæri til að styrkja faglegt starf út á landi og þar af leiðandi hagsmuni landsbyggðanna. Samhliða því ætlum við að halda áfram að styrkja iðn- og verknám og ráðast í stórfellda uppbyggingu á verknámshúsnæði um allt land. Af hverju þessi leið en ekki sameiningar? Hugmyndin tryggir að allir opinberu framhaldsskólarnir, 27 talsins, halda nafni sínu og sérstöðu. Með því að sameina stjórnsýslu og færa til dæmis hluta af rekstrar- og mannauðsmálum til svæðisskrifstofa fá skólarnir betri þjónustu og betri stjórnsýslu. Skólastjórnendur fá þá meira svigrúm til að einbeita sér að faglegu starfi, nemendur fá jöfnuð í þjónustu óháð búsetu og boðleiðir styttast. Þetta er leið til að tryggja að minni skólar, sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri sérfræðiþjónustu, geti sinnt verkefnum sínum eins og þeir vilja gera. Með svæðisbundinni þjónustu nýtum við mannauðinn betur, byggjum upp sérþekkingu á staðbundnu umhverfi og stöndum við bakið á öllum framhaldsskólum landsins. Samtal og samráð framundan Þetta eru hins vegar hugmyndir sem þarfnast samtals. Ég legg mikla áherslu á að hlusta á sjónarmið skólasamfélagsins. Því hefst nú víðtækt samráð. Ég vona að skólasamfélagið skoði þessar hugmyndir með opnum huga og bæti þær. Ég vona að fólk fari ekki að skjóta í kaf á fyrstu dögum samráðs, hugmyndir sem hafa það meginmarkmið að bæta þjónustu gagnvart framhaldsskólum og nemendum á öllu landinu. Auðvitað vakna áhyggjur af tilteknum svæðum og mun ég að sjálfsögðu taka tillit til þeirra. Ég mun heimsækja á næstunni alla framhaldsskóla landsins, funda með starfsfólki og hlusta á raddir þeirra sem vinna dag hvern að menntun og farsæld ungs fólks. Ég mun líka hitta nemendur og hlusta á raddir þeirra enda eru breytingarnar gerðar fyrir þá. Þá vil ég vera í þéttu samstarfi við forsvarsfólk lykilstétta skólafólks. Markmiðið er skýrt. Að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, stuðning og tækifæri, óháð því hvar þeir búa. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun